Breiðfirðingur - 01.04.2009, Page 57
BREIÐFIRÐINGUR
55
tíma verið á hendi landssjóðs og umboðsmannsins á Ingj aldshóli,
Tómasar Eggertssonar. Lárus er virðingarmaður við þessa
úttekt og hans hefur því notið við að landsjóði er ætlað að
greiða söfnuðinum 3.000.- krónur sem álag á kirkjuna við
yfirtökuna. Þetta vom miklir peningar á þessum tíma og hafa
skipt sköpum við viðhald og endurbyggingu kirkjunnar sem
fram fór á næstu árum.
A næsta ári tekur Lárus aftur að sér starf safnaðarfulltrúa.
Nú er farið að fjalla um nauðsynlega viðgerð á Ingjaldshóskirkju
í vísitasíubókunum prófasts ár eftir ár.
í vísitasíubókun á Ingjaldshóli 10. júlí 1901 kemur fram að
safnaðarmenn hafa í hyggju að endurbyggja kirkjuna þar,
jafnvel á næsta ári. Það er líka kominn nýr maður í
sóknarnefndina, Hallgrímur Jónsson, kennari. Næstu árin sér
hann um fjármál og bókhald safnaðarins. Hér er kominn til
starfa maður sem er tengdur Lárusi samstarfs og vinaböndum.
Næsta árið er kirkjubyggingin svo undirbúin undir forustu
þessara manna. Lárus hefur sjálfsagt mestu ráðið en Hallgrímur
séð um fjármál og framkvæmdir og þeir báðir notið stuðnings
samnefndarmannaísafnaðarstjóminni,AndrésarKristjánnsonar
á Kjalvegi, Jens Sigurðssonar í Rifi og Sýmsar Andréssonar í
Keflavíkurbæ.
Sunnudaginn 11. október 1903 er ný sóknarkirkja vígð á
Ingjaldshóli af héraðsprófasti Sigurði Gunnarssyni með aðstoð
sóknarprestsins, safnaðarfulltrúans og sóknarnefndarinnar. A
eftir flutti sóknarpresturinn venjulega messugjörð, skírði 4 börn
og fermdi 7 ungmenni við óvenjulega fjölmennan söfnuð sem
giskað er á að verið hafi 400 manns.
Lárus Skúlason og hans samstarfsmenn hafa sjálfsagt verið
glaðir og ánægðir við þessa athöfn. Þeir voru að skila af sér
verkefni sem stendur enn og er enn sóknarkirkja safnaðarins,
verkefni sem ber vitni um sérstakan stórhug og framsýni.
Tæpri öld síðar á haustdögum 1998 birta fjölmiðlar á Islandi
þá frétt að kirkjan á Ingjaldshóli sé elsta steinsteypukirkja í