Breiðfirðingur - 01.04.2009, Page 73
BREIÐFIRÐINGUR
71
1897). Fyrir ofan bæinn er Bæjargilið sem kemur niður sunnan
bæjarhólsins, og í skriðu rétt sunnan við Bæjargilið er heit
uppspretta. Norðan bæjarins er grösug og frekar grýtt hlíð, þar
undir standa enn furðu heillegar kvíar frá því að fært var frá.
Fyrir neðan kvíarnar er blaut mýri. Norðar og innar í dalnum er
minna undirlendi og er þar stutt í eyrar með fram Sælingsdalsá.
Undir framhlaupi úr fjallinu, kallað Hraun. sem er á móts við
Tungustapa má finna vel varðveittan stekk og lambakró.
Sunnan við gamla bæjarstæðið er Hveragil og fyrir neðan
það er smá skriða vel gróin. Þar reis seinna vönduð yfirbyggð
sundlaug og um 1954 hús fyrstu skólastjórahjónanna á Laugum,
Kristínar B. Tómasdóttur og Einars Kristjánssonar. A sömu
skriðu um hundrað metrum fyrir neðan þessar byggingar voru
fyrstu skólahúsin byggð 1956.
Gunnar Jónsson, smiður og fyrrverandi byggingafulltrúi í
Dalasýslu, Austur Barðstrandarsýslu og Strandasýslu sagði í
samtali 7. nóv. 2004: „Grunnurinn undir elstu skólahúsunum
var ágætur en eftir því sem neðar dró versnaði hann, og þegar
ný tengiálma fyrir eldhús og mötuneyti ásamt kennslustofum
var byggð þurfti að grafa það djúpt að auka kjallari varð til
undir nær öllu húsinu“. Þessi auka kjallari hýsir nú byggðasafn
Dalamanna. Aðeins neðan við fyrrnefndar byggingar voru reist
þrjú íbúðarhús og sagði Gunnar Jónsson að neðsti grunnurinn
hefði verið nærri botnlaus og tækin hefðu vart náð að grafa
niður á fast.
Guðmundur Guðjónsson, fyrrverandi húsvörður Laugaskóla
sagði í samtali 10. nóv. 2004: „Að hann hefði lært að synda á
Laugum um 1944-45 og þá hafi engar byggingar verið þar
nema Laugabærinn á gamla bæjarstæðinu og önnur hús þar í
kring um bæjarhólinn. Sundlaugarbyggingin á skriðunni undir
Hveragilinu og fjárhús sem stóðu umvafin mýri í suðaustri frá
bænum“.
Fyrir sunnan skriðuna fyrir neðan Hveragilið er blaut mýri
og þar fyrir sunnan líparíthólar sem byrgja að mestu útsýni frá