Breiðfirðingur - 01.04.2009, Page 77
BREIÐFIRÐINGUR
75
hann skráir jarðir í Dölum með gögnum sínum og gæðum
nefnir hann þó ekki laugina í Jarðabók þeirra Bjarna Pálsonar
frá 1703.
Tæpum þrjátíu árum seinna hefur annar Dalamaður, Ormur
Daðason sýslumaður í Fagradal, þetta að segja 1731 um Laugar:
„Laug er þar þienannleg, og Hverer hiar“. Þetta er reynda stutt
og skilmerkileg setning og ekki er annað að sjá en hér sé enn
hægt að baða sig ef vilji er til þess. Það er ekki annað að sjá en
að laugin sé notuð tuttugu árum seinna. Þá koma næstu
upplýsingar um laugina, þær er að fínna í Ferðabók Eggerts og
Bjama sem ferðuðust um landið 1752-1757. Þar segja þeir: Að
laugin sé kunn frá fyrstu tímum og þótti heilnæm baðlaug. Var
hún mikið notuð til forna og einnig nú á tímum. Hér er hreinlega
sagt að laugin sé enn notuð og eru þetta síðustu upplýsingar um
það. Ekki er sagt hvar hún er, enda ef til vill talið óþarfi þar sem
hún sé notuð og þar af leiðandi sýnileg þeim sem hana vilja sjá
og nota. Enda kemur í ljós að heimamenn vita næstu 60-70 ár
hvar laugin er, en eftir það virðist hún hverfa af yfirborði jarðar
og að mestu úr hugum manna.
Laugin hverfur
Allt fram að 1839 virðast heimamenn vita hvar laugina var að
finna og nota hana jafnvel til baðferða. Séra Jón Gíslason segir
svo í Sýslu og sóknarlýsingum Hins íslenska bókmennta-
félags:
Sú einasta laug í Sóknum þessum er fyrir ofan samnefndan
bæ, hvar vatn úr hver af brennheitu, en ekki sjóðandi vatni
var veitt í hana og hefir hún verið vel tilbúin, og sökum
aldurs merkileg, þó er hún nú fyrir löngu vegna vanhirðingu
óbrúkanleg af sandskriðu sem í hana er fallin (Jón Gíslason
Þórleifur Jónsson, 1839-1843, bls. 78).
Hér er komin staðsetning á lauginni, hún er fyrir ofan bæinn, en