Breiðfirðingur - 01.04.2009, Page 82
80
BREIÐFIRÐINGUR
af því að „veslings konumar verða að burðast með þvott þangað
skola hann undir bemm himni“, vegna þess að engum hefur
dottið í hug að leggja pípur úr þeim niður á jafnsléttu. En vissulega
hafði heita vatnið verið leitt í stokka, sem fundust að hluta seinna,
löngu eftir að skriða rann yfir og huldi öll ummerki.
Eftir þetta er ekki að finna heimildir um að leitað hafi verið að
lauginni eða neitt um hana fjallað. Einar Kristjánsson skólastjóri
og fræðimaður á Laugum segir svo í greininni „Sundlaugin á
Laugum 50 ára“: „Á útmánuðum veturinn 1910-11 var haldinn
ungmennafélagsfundur að Laugum og þar var borin upp tillaga
um að byggja sundlaug úr steinsteypu á staðnum. Flutningsmaður
tillögunnar var ungur vinnumaður í Gerði í Hvammssveit
Guðbjöm Jakobsson að nafni“. Á þessum ámm vom fáar
byggingar úr steinsteypu og þótti þetta alldjarft og nýstárlegt.
Einn fundarmanna sagði í ræðu sinni að: „ef byggja skyldi
sundlaug úr steypu, þá mætti alveg eins byggja hana úr gulli“.
Svo fáránleg þótti þessum manni tillaga vinnumannsins vera.
Hugmynd Guðbjöms um steinsteypta laug þróaðist í nær 15 ár
áður en hún varð að veruleika.
Það var síðan vorið 1929 að framkvæmdir hófust við sund-
laugina að Laugum og var hún tekin í notkun 1932. Áður en
framkvæmdir hófust var samið við ábúendur á Laugum um
heitavatnsréttindi. Skyldu ungmennafélögin leggja heitt vatn í
bæinn en fá í staðinn vatn úr syðri uppsprettunni við Hveragil
fyrir sundlaugina. Fyrst var steypt þró upp í hlíðinni fyrir ofan
bæinn, þar sem heita vatnið kemur undan skriðunni, og úr þrónni
var leitt vatn niður í bæinn. Það hefur þurft að grafa all nokkuð
niður til að steypa þróna, en ekki er nú vitað hvort þar hafi verið
komið niður á hleðslur í það sinn.
Segir nú ekki af heitavatnsmálum í Laugarbænum fyrr en
rúmum tuttugu árum seinna, en þá var heitavatnsleiðslan sem
ungmannafélögin lögðu farin að gefa sig, og kólna í bænum.
Einar Kristjánsson sagði í samtali í júlí 1996 að Ágúst Júlíusson
kennari og bóndi og Jón Bjamason ritstjóri hafi þá farið að