Breiðfirðingur - 01.04.2009, Side 83
BREIÐFIRÐINGUR
81
steyptu þrónni og rann þá vatn beggja megin við hana. Fóru þeir
að grafa þar og komu niður á steinrennu sem virtist óhreyfð og
sáu strax að þama voru komnar fomminjar og hættu snarlega
greftrinum.
Næsta vitneskja um þessar minjar eru frá sumrinu 1956 en þá
kom Gísli Gestsson safnvörður og rannsakaði staðinn. Hann
segir svo í skýrslu sinni:
Laugar í Sælingsdal standa undir fjalli, sem Laugarfell
heitir. Sunnan við bæinn kemur lækur úr gili úr fjallinu. Það
heitir Bæjargil, litlu sunnar er annað gil sem nefnist Hveragil.
Á milli giljanna er ávöl tunga, sem nú er öll skriðrunnin, og
eru skriðumar allmislitar, þar eð ýmist er ljósgrýti eða
blágrýti í þeim, en hér og hvar standa klettasnasir út úr
brekkunni ... Norðan við Bæjargilið er hlíðin hins vegar
gróin og munnmæli herma, að svo hafi einnig verið á milli
giljanna, en á 19. öld (seint?) hafi skriða rnikil runnið ofan
brekkurnar og hulið allan gróður niður að jafnsléttu (Gísli
Gestsson, 1956, bls. 1).
Gísli tekur síðan við að grafa fyrir ofan steyptu þróna og kemur
þar niður á rennu eða ræsi sem var hlaðið á fasta og óhreyfða
jörð þannig að lagðir voru steinar í samhliða hleðslu með um
það bil 20 cm. millibili og síðan lagðar hellur yfir. Ræsið náði
aðeins fimm metra upp frá þrónni, en þar kom heita vatnið upp
úr lausri smágerðri möl. Gísli telur að vatnið þar renni á um
tveggja metra dýpi og sé óhægt að grafa í skriðuna.
Eftir að hafa grafið og skoðað staðhætti ræðir hann um hvar
laugina sé helst að finna. Hann segir: „að niður frá steyptu
þrónni liggi heitavatns leiðslan að bænum og er afrennsli
laugarinnar mjög samsíða henni“. Gísli telur að öðru hvoru
megin við afrennslið niður undir jafnsléttu hafi laugin verið og
virðist ekki stórt svæði koma til greina. Líklegri þykir honum
staðurinn Bæjargilsmegin, þar sem gróinn farvegur eða