Breiðfirðingur - 01.04.2009, Page 89
BREIÐFIRÐINGUR
87
Snœbjörn Kristjánsson
Breiðfírðingafélagið félagsstarfið
árin, 2005-2007
Ég ætla, fyrir hönd fyrri formanna, Margrétar Jóhannsdóttur
og Hrannar Harðardóttur, að taka saman það helsta sem gerðis
hjá félaginu árin 2005 - 2007 og nota úrdrátt úr skýrslum þeirra
á aðalfundum. Eins og sjá má á eftirfarandi skýrslum var
félagsstarfið mjög blómlegt.
Starfsárið 2005-2006
Á aðalfundi 24. febrúar 2005 gáfu Ingibjörg Guðmundsdóttir
og Sólveig Kristjánsdóttir ekki kost á sér til endurkjörs í stjóm
félagsins.
í stjórn félagsins á starfsárinu 2005-2006 voru eftirtaldir:
Margrét Jóhannsdóttir formaður, Hörður Rúnar Einarsson
gjaldkeri, Bjamheiður Magnúsdóttir ritari, Gísli Gunnlaugsson
varaformaður, Snæbjöm Kristjánsson varagjaldkeri, Sigríður
Karvelsdóttir vararitari og Inga Hansdóttir tengiliður við
skemmtinefnd.
Úr skýrslu formanns, Margrétar Jóhannsdóttur á aðalfundi
23. febrúar 2006.
Stjórnin fundaði yfirleitt einu sinni í hverjum mánuði nema
yfir há sumarið og hélt alls 8 stjórnarfundi. Stjómarmenn hafa
skipt bróðurlega á milli sín þeim verkum sem inna hefur þurft