Breiðfirðingur - 01.04.2009, Page 95
BREIÐFIRÐINGUR
93
Starfsárið 2006-2007
Á aðalfundi 23. febrúar 2006 gaf Margrét Jóhannsdóttir ekki
kost á sér til endurkjörs í stjóm félagsins, þar sem hún fluttist
aftur vestur í Dali.
I stjórn félagsins á starfsárinu 2006-2007 voru eftirtaldir:
Hrönn Harðardóttir formaður, Hörður Rúnar Einarsson gjald-
keri, Bjarnheiður Magnúsdóttir ritari, Gísli Gunnlaugsson
varaformaður, Snæbjöm Kristjánsson varagjaldkeri, Sigríður
Karvelsdóttir vararitari og Inga Hansdóttir tengiliður við
skemmtinefnd.
Ur skýrslu formanns, Hrannar Harðardóttur á aðalfundi 22.
febrúar 2007.
Stjómarfundir voru haldnir einu sinni í mánuði nema yfir há
sumartímann og hélt stjórnin alls 8 fundi yfir starfsárið.
Gefin voru út 5 fréttabréf til félagsmanna þar sem að sam-
komur og önnur starfsemi félagsins var kynnt. Eins var
heimasíða félagsins, www.bf.is mjög virk allt árið en þar er að
finna dagskrá félagsins sem og umfjallanir og myndir frá því
sem er á döfínni hjá félaginu og deildum þess. Síða þessi hefur
verið mjög vinsæl og greinilegt að félagsmenn notfæra sér hana
til að fylgjast með. Stefnan er að halda áfram að halda úti virkri
heimasíðu þar sem greint er frá viðburðum félagsins og sýndar
myndir frá þeim þannig að þeir félagsmenn og velunnarar sem
ekki hafa tök á að sækja atburðina geti engu að síður fylgst
með.
Dagskrá félagsins hefur verið mikil og vel sótt þetta starfsárið