Breiðfirðingur - 01.04.2009, Side 109
BREIÐFIRÐINGUR
107
að slíkir tímar ættu að vera undantekning fremur en regla.
Nemandinn á að fá góða kennslu í tímum og leiðbeiningar um
námið heima. Það er höfuðatriðið. Mín stefna var sú meðan ég
kenndi. Mér fannst fólk líta hálfvegis niður á mig sem kennara,
þegar Geir veitti ókeypis alla þessa aukatíma, en ég enga.
Minnistæðast frá dvöl Geirs í Þykkvabæ í minni skólastjóra-
tíð verður sumardagurinn fyrsti 1967. Þá stóð hann fyrir að
æfa kór barnanna, ásamt ýmsu öðru er fram fór. Samkoma var
haldin í nýuppgerðum samkomusal, og var vel sótt. Fyrst um
daginn gengu börnin með þjóðfánann í höndum frá skólanum
út í kirkjuna, ásamt kennurum, þar sem sóknarpresturinn, séra
Sveinn Ögmundsson prófastur flutti ræðu. Þetta var hátíðlegt
mjög, og hafði ekki tíðkast áður á þessum stað. Ósköp var minn
hlutur lítill í öllu þessu. Hlutverk mitt var að gefa grænt ljós á
þetta hjá Geir, amast að minnsta kosti ekki við því.
I blaðaviðtali í „Tímanum" lét Geir svo um mælt, þegar
vikið var að kennsluferli hans, sem stóð um áratug, að sér hefði
geðjast best að mannlífi og kennslu í Þykkvabænum, en hann
kenndi á þremur stöðum öðrum: Þverárskólahverfi, Varmalandi
í Borgarfirði og Þingborg í Flóa. Þótti mér vænt um þessi
ummæli. En auk vetrarins 1966- 1967 kenndi Geir vetur hjá
mér til viðbótar ( 1968- 1969) og næstu tvo vetur hjá Jóakim
Pálssyni. Alls gat hann því minnst fjögurra kennsluvetra á
þessum ágæta stað í hjarta Suðurlands.
í fórum mínu á ég fjögur bréf frá Geir Sigurðssyni. Það
fyrsta er ritað í Reykjavík, að Rauðalæk 45, 9. febrúar 1968.
Þá hafði kona mín, Guðlaug Arnórsdóttir, verið skorin upp
við meinsemd í öðru brjósti. og það hafði Geir frétt, en svo
bætir hann vð: „Ég hef ekkert frétt af því síðan, en vona, að það
hafi allt farið vel. Nokkrum fölva hefur það slegið á jólahald
heimilis þíns vegna þessa.“
Geir minntist á húsbruna þann, er varð hjá Arsæli
Markússyni og Sveinbjörgu Guðjónsdóttur í Dísukoti, er allt
húsnæði brann til kaldra kola og innbú að miklu leyti. Þá var