Fréttablaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 28
veit ég að það er mjög persónu- bundið hvernig fólk tekur meðferð- inni og líka hvernig henni er beitt. Ég fór til dæmis í stóra genarann- sókn áður en meðferð hófst þar sem dr. Hamid reyndi að greina hvaða lyf myndu henta mér best. Eins og ég er himinlifandi, þá er ekkert sem segir að einhver sem fær sömu meðferð fái sömu niðurstöðu. Persneski læknaherinn minn og dr. Hamid eru í skýjunum yfir þessu. Ég losnaði svo hratt við þetta. Nú er bara verið að trappa mig niður af sterunum. Ég hlakka til að sjá betur í andlitið á mér, ég er auðvitað svo- lítið bólgin ennþá. Eins og fullt tungl,“ segir hún og hlær. Sprenging í tilfellum Elísabet segir að þó að hún hafi verið greind með húðkrabbamein hafi aldrei fundist á henni blettur. „Aldrei grunaði mig að ég myndi fá húðkrabbamein. Ég er aldrei í sól og það fannst aldrei illkynja blettur. En læknarnir sögðu mér frá því að það hefði orðið spreng- ing í tilfellum og það er vegna þess að ósonlagið er að þynnast,“ segir Elísabet og segir skaðlega geisla eiga greiðari leið að fólki. „Þú átt að vera með sólarvörn þó að það sé mið nótt. Þó að það sé rigning. Það er eitthvað sem við verðum að skoða líka. Við getum ekki bara meðhöndlað krabbamein, við verðum að verjast því líka. Auð- vitað er besta leiðin að fylgjast með blettum. En þessu finnst mér vert að vara við. Ósonlagið er sér- staklega þunnt yfir Íslandi. Fyrst þegar ég veiktist þá hugsaði ég með mér að nú væri sólin í Hollywood að drepa mig. En líklega voru það geislarnir heima.“ Elísabet er einn færasti og far- sælasti kvikmyndaklippari lands- ins og þegar hún veiktist stóð hún á hátindi ferils síns. Í veikindunum klippti hún stór- myndina Deadpool 2 og nú þegar hún er að ná fullri heilsu er hún tilbúin að taka aftur að sér stærri verkefni. „Ég trúi því að það hafi á vissan hátt hjálpað mér að hafa fulla vinnu samhliða meðferðinni. Því ég hafði um eitthvað annað að hugsa en krabbamein. Þegar ég útskrifaðist af sjúkrahúsinu í Los Angeles var mér boðið að koma aftur til vinnu á Deadpool sem ég gerði og kláraði verkefnið. Það fannst mér gott. Ég þurfti síðan að hafna fullt af spenn- andi verkefnum vegna þess að ég var bundin í meðferð í borginni. En ég hef verið nógu lukkuleg til að fá smærri verkefni til að halda mér upptekinni í gegnum með- ferðina. Ég er náttúrulega algjör vinnualki,“ segir hún og hlær. „Það er alveg deginum ljósara. Mér finnst svo gaman í vinnunni. Allir sem hafa fengið krabbamein finna fyrir því hvað þetta er mikil árás á líkamann. Hvað maður missir mikla stjórn á lífi sínu. Ég held það sé engin ein leið til að takast á við það. Það er persónubundið hvað hentar fólki í þessum aðstæðum. Ég hef þá barnslegu trú að ég geti nært vissar aðstæður með því að hugsa of mikið og tala mikið um þær, og er því fegin að hafa haft annað að hugsa um en þessi veikindi,“ segir Elísabet. Sátt við sigurörin „Í ágúst ákvað ég að fara aftur til Vancouver í verkefni á vegum Net- flix,“ segir Elísabet og segir það hafa verið góða tilfinningu að takast á við slæmar minningar sem hún átti frá borginni vegna veikinda sinna þar. Elísabet segir stuðning ástvina sína mestu gæfu. Máni Hrafnsson, elsti sonur hennar, kom til hennar og hefur fylgt henni og aðstoðað í meðferðinni. „Sonur minn og börnin mín öll hafa verið eins og klettur. Máni lagði allt til hliðar og kom til að vera hjá mér. Ég er tossi og aldrei dettur mér í hug að neitt slæmt komi fyrir. Bara það að hann hafi komið að sortera allt í sambandi við tryggingar og annað var svo ótrúlega mikilvægt. Ég hefði aldr- ei getað gert þetta án hans. Svo var hann bara með mér í marga mánuði og hann er hér einmitt núna,“ segir Elísabet og kallar á son sinn sem gægist á tölvuskjáinn og heilsar blaðamanni. Það er óhætt að segja að mæðginin séu lík. „Já, við hlæjum oft að því hversu lík við erum,“ segir Elísabet. „Ég er reyndar öll orðin hvít núna. Með hvítar augnabrúnir og augnhár. Mér fannst þetta ómögulegt í fyrstu en þegar dr. Hamid sagði mér hvað hann væri glaður að sjá mig svona – það þýddi að meðferðin væri að virka vel – þá tók ég útlitið í sátt. Þetta eru sigurörin mín.“ Enginn ótti Hún segist hafa uppgötvað í veik- indunum að hún væri ekki hrædd við dauðann. „Lífið er fallvalt og allt getur gerst. Ég verð að segja eins og er að mér finnst ég ekki breytt mann- eskja eftir þetta allt saman. Ég upplifi ekki að ég hafi stærri tilgang í lífinu. Ég varð ekki fyrir trúarlegri upplifun. En dauðinn er ekki eitthvað sem ég þarf að hræðast og þá veit ég það. Ég fann ekki fyrir neinum ótta. Ég hafði auðvitað áhyggjur af börnunum. En nú er bara orðið bjart.“ Hún segir mikilvægt að lifa ekki í ótta við að fá krabbamein. „Nei, það gengur ekki að lifa í ótta. En það er gott að vera skynsamur. Vera með- vitaður um hætturnar. Hugsa ágæt- lega um heilsuna. Ég er ekkert lík- amsræktarnörd en meðferðin gekk betur því ég var í góðu formi. Hlutir geta dunið yfir og það er ágætt að vera undir það búinn,“ segir Elísabet. það gengur ekki að lifa í ótta. en það er gott að vera skynsamur. vera meðvitaður um hætturnar. hugsa ágætlega um heilsuna. Hvað er ónæmis- meðferð? Ónæmismeðferð í krabbameins- lækningum felst í því að virkja ónæmiskerfi einstaklingsins í baráttunni við krabbamein. Meðferðin er tiltölulega ný, þó að læknar hafi allt frá því snemma á síðustu öld freistað þess að efla náttúrulegar varnir ein- staklingsins til að berjast gegn sjúkdómnum. Ekki er langt síðan ónæmis- meðferð bættist í flokk með- ferðarúrræða sem staðið hafa sjúklingum, og læknum þeirra, til boða. Hingað til hafa úrræðin verið skurðaðgerð, geislameð- ferð og lyfjameðferð. Ónæmismeðferðin á uppruna sinn í tilraunum James P. Allison og Tasuku Honjo en þeir sýndu fram á það hvernig ákveðin prótein hamla virkni T-fruma ónæmiskerfisins (svokallaðra drápsfruma) í þeirri miklu orrustu sem geisar í líkamanum þegar krabbameinsfrumur brjótast fram. Með því að bæla þessi til- teknu prótein er hægt að virkja ónæmiskerfið frekar í viður- eigninni við krabbamein. Allison og Honjo fengu á dögunum Nóbelsverðlaun í læknisfræði fyrir rannsóknir sínar. Engin töfralausn er fólgin í ónæmismeðferð. Hún mun ekki virka fyrir alla krabbameins- sjúklinga og sem stendur er hún fyrst og fremst notuð hjá ein- staklingum sem eru langt leiddir í veikindum sínum, og þá yfirleitt samhliða hefðbundinni lyfja- meðferð. Ónæmismeðferð við krabba- meini er víða stunduð í dag, þar á meðal hér á landi, og hefur gefið góða raun. Í ónæmismeðferð eru náttúru- legar varnir einstaklingsins til að berjast gegn sjúkdómnum efldar. ónæmismeðferð við krabbameini er stunduð hér á landi og hefur gefið góða raun. Allison og Honjo. „Dauðinn er ekki eitthvað sem ég þarf að hræðast og þá veit ég það,“ segir Elísabet. MynD/Máni HrAfnSSon 1 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r28 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 0 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :2 2 F B 1 2 0 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 5 A -8 C 4 8 2 1 5 A -8 B 0 C 2 1 5 A -8 9 D 0 2 1 5 A -8 8 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 2 0 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.