Fréttablaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 32
Að hverju komstu? Hvað var undirliggjandi sem varð til þess að heilsan brast? „Mamma þurfti alltaf að berjast fyrir sínu. Það varð ljóst að faðir hennar, Stefán Magnús Jónsson, beitti hana andlegu ofbeldi. Það hefur örugglega haft áhrif að hún var tilfinningarík og viðkvæm. En sem betur fer var hún ákveðin og sterk og náði lengi vel að bjarga sér á dugnaðinum,“ segir Dagný og segir að aðstæður hennar hafi oft verið harðneskjulegar og að fjölskyldan hafi þurft að glíma við erfiðleika sem hún hafi tekið nærri sér. „Föður hennar er lýst svona: Stef- án var bæði gull og grjót. Hann gat verið sjarmerandi en réð öllu heima hjá sér. Hann tók til dæmis alltaf laun barnanna sinna. Fram á full- orðinsár eftir að þau fóru að vinna. Mamma reyndi alltaf að sanna sig fyrir föður sínum, gallinn var sá að hún var stelpa. Hún hætti aldrei að standa sig en undir lokin held ég að hún hafi verið orðin þreytt á því að þurfa alltaf að standa sig. En það var einstakt samband milli systkinanna, þéttur hópur, en þau kannast ekki öll við ofbeldi í æsku, enda gerði Stefán upp á milli barna sinna,“ segir hún. Dagný vissi áður af ýmsum erfið- leikum. Móðir hennar gekk í gegn- um mikla erfiðleika tengda fæðingu hennar. „Pabbi sleit trúlofun við hana þegar hún var orðin ófrísk. Þegar hún kom heim með mig af fæðingardeildinni henti afi henni út og sagði við hana: Hingað inn kemur þú ekki með þennan lausa- leikskróga,“ segir Dagný og segir móður sína hafa verið í djúpri ást- arsorg. Þá hafi hún upplifað mikla höfnun frá föður sínum. Því þrátt fyrir ofríkið dáði hún hann. „Það er óendanlega sárt að hafa ekki getað hjálpað henni. Við vorum bjargarlaus. Það sem ég upp- götvaði í þessu ferli öllu saman er að við eigum ekki það heilbrigðiskerfi sem við höldum að við eigum. Heil- brigðiskerfið eins og það er skipu- lagt í dag nær ekki að halda utan um bráð veikindi eins og mömmu. Við þurfum að hugsa þetta upp á nýtt, gera hlutina öðruvísi,“ segir Dagný. „Mér finnst ákveðið vonleysi ríkja um geðsjúkdóma og hvernig við ætlum að takast á við þá. Ég held að allir séu að gera sitt besta. Fagfólk er allt á sínum stað að gera eins og það getur. En ef til vill er það ekki að Maggý gengin fjóra mánuði með Dagnýju. Faðir hennar var ósáttur við hana vegna meðgöngunnar. Með henni á myndinni er Páll vinnufélagi hennar. undir lokin held ég að hún hafi verið orðin þreytt á því að þurfa alltaf að standa sig. vinna í því kerfi sem það óskar sér. Eða við góðar aðstæður. Það þarf þá að horfast í augu við það og gera betur. Svo finnst mér að það þurfi að koma til viðhorfsbreyting. Bæði í kerfinu og samfélaginu öllu. Það er svo mikil harka sem einkennir sam- félag okkar. Það er grundvallaratriði að vera góð hvert við annað, bæta lífsgæðin í okkar samfélagi og horfa betur á geðheilsuna,“ segir Dagný. „Ég upplifði allan tímann með mömmu að það átti enginn hana eða hennar sjúkdóm. Það bar enginn ábyrgð, það talaði enginn við okkur. Þetta var vonlaust. Við vissum ekkert hvernig við áttum að takast á við þetta. Allir voru faglegir í sínu en töluðu ekki saman. Það vantaði mannlega þáttinn,“ segir Dagný og segir að það megi ekki taka það af fólki að ræða upplifun sína af þjónustu í geðheilbrigðis- kerfinu. Af hverri seldri bók renna 500 krónur til Hugrúnar, félags háskóla- nema sem sinna fræðslu um geð- heilbrigði í framhaldsskólum og koma að fjölda forvarnarverkefna fyrir ungt fólk. „Félagið er að gera það sem er til fyrirmyndar. Fræða ungt fólk um geðheilbrigði. Ég vil styrkja þeirra starf því við erum alls ekki að gera nóg með börnum og unglingum. Við verðum að gæta þess að það verði aldrei til þetta farg á sálinni, eða gefa ungu fólki bjargráð til að ráða við erfiðleikana,“ segir hún. Dagný missti einnig stjúpföður sinn, Þorstein Ívar Sæmundsson, í sjálfsvígi. „Hann hélt út í fimm ár eftir að mamma dó. En hann vildi strax deyja. Það var áfall að fara aftur í gegnum geðheilbrigðiskerfið eftir fráfall mömmu. Mörgum er bjargað með lyfjagjöf og meðferð. En hún virkar ekki alltaf og þá verðum við að reyna að gera eitt- hvað nýtt. Við verðum bara að gera betur,“ leggur Dagný áherslu á. „Ég vil deila minni reynslu af því að mér finnst óþarfi að fólk standi eitt í þessu. Ég trúi því að það sé von. Það sé hægt að lifa svona bráð veikindi af. Ég trúi því líka að aðstandendur geðsjúkra hafi gott af umræðu um þessi málefni. Það þarf ekki að harka af sér hlutina í þögn. Ég veit að ef mamma hefði haft raunverulegt val þá hefði hún valið lífið. Allir gera það.“ Hluti systkin- anna á Langa- nesi. Maggý situr í fangi systur sinnar Hafdísar (t.h). Dagný á góðri stundu með móður sinni sem þótti glaðlynd og dugleg. allir voru faglegir í sínu en töluðu ekki saman. það vantaði mannlega þáttinn. „Mörgum er bjargað með lyfjagjöf og meðferð. En hún virkar ekki alltaf og þá verðum við að reyna að gera eitthvað nýtt. Við verðum bara að gera betur,“ segir Dagný. FréttabLaðið/anton brink Brot út bókinni Ég fylgdi henni inn á deild 32C þar sem hún fékk út- hlutað rúm inni á tveggja manna herbergi, hún var eini sjúklingurinn þar. Starfs- maður geðdeildar kom og fór yfir innihaldið í töskunni hennar, tók lyf og annað sem hugsanlega mætti skaða sig með – henni yrðu skömmtuð lyfin á deildinni. Við kvöddum hana og hurðin skall í lás á eftir okkur. Móðir okkar var komin inn á geð- deild. Hvað var að gerast? Mamma vildi ekki fara á Klepp. En við gáfum henni ekki val. Það var systur minni mikil raun að sitja á móti henni í matsalnum á geðdeild þar sem hún grét ofan í grautinn sinn eins og barn. Daginn eftir færi hún á Klepp. Mamma horfði á mig svörtum augum og sagði skyndilega ákafri röddu: „Ekki yfirgefa mig!“ Þetta var ákall. Ekki vissi ég þá að þegar nýr dagur risi myndi hún yfirgefa mig. Fyrir fullt og allt. Ég kyssti hana á ennið og sagði henni að gefast ekki upp, ég myndi aldrei yfirgefa hana, bauð svo góða nótt og fór heim. af hverri seldri bók renna kr. 500 til Hugrúnar, félags háskólanema sem sinna fræðslu um geðheilbrigði í framhaldsskólum og koma að fjölda forvarnarverkefna fyrir ungt fólk. bókin kemur út um miðjan nóvember og verður til sölu á Facebook síðu bókarinnar. https://www. facebook.com/aheimsenda/ 1 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r32 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 0 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :2 2 F B 1 2 0 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 5 A -6 4 C 8 2 1 5 A -6 3 8 C 2 1 5 A -6 2 5 0 2 1 5 A -6 1 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 2 0 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.