Fréttablaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 84
Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Stærri Póstbox – betra aðgengi Einföld leið til að nálgast pakkana þína Póstbox eru nú á átta stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Við vekjum sérstaklega athygli á nýjum staðsetningum hjá BSÍ við Vatnsmýrar- veg, í Krónunni á Fiskislóð og hjá GÁP í Faxafeninu. Hólfunum hefur verið fjölgað og aðgengi bætt til muna. Þú velur það Póstbox sem er næst þér og sækir þegar þér hentar. Það kostar ekkert aukalega! Kynntu þér Póstbox á postur.is/postbox 6 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . N óv e m B e R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U RNetsöLudAGuRINN Ellefti dagur ell- efta mánaðar hefur orðið tákn- mynd bæði þess að vera einhleyp eða einhleypur en líka þess að finna hinn eða hina einu réttu. Dagurinn er einnig helgaður vefverslun víða um heim, einkum þó í Kína. Singles’ Day eða degi ein-hleypra er fagnað víða um heim á morgun, 11. nóvem- ber, einkum þó með tilboðum í vefverslunum. Hátíðin á upptök sín hjá háskólanemum í Nanjing í Kína á tíunda áratugnum þar sem ungir karlmenn hörmuðu það hlutskipti sitt að vera einhleypir en vegna einsbarnsstefnu yfirvalda þar í landi eru ungir karlmenn undir þrítugu tuttugu milljónum fleiri en konur. Þeir ákváðu að halda nokkurs konar „and“-Val- entínusardag til að fagna því að vera einhleypir í stað þess að syrgja það og fyrir valinu varð dagsetning sem samanstendur af tölunni einn fjórum sinnum eða ellefti dagur ellefta mánaðar, 11.11. Þegar þessir nemendur útskrifuðust úr háskóla héldu þeir venjunni áfram og smám saman breiddist hún út um Kína. Dagurinn var fyrst nefndur piparsveinadagurinn þar sem upp- hafsmennirnir eru karlkyns en er nú fagnað af báðum kynjum um heim allan. Dagur einhleypra er afsökun fyrir einhleypa vini til að taka sig saman, skvetta úr klaufunum og fagna einlífi sínu. Það er reyndar tvíbent því það er líka vinsælt að fara á blint stefnumót á þessum degi, jafnvel eru haldnar svokall- aðar blindstefnumótaveislur þar sem einhleypir af öllum kynjum koma saman í von um að binda enda á einlífið. Því að þó til dagsins sé stofnað til að fagna einlífinu þá skín sú þrá að finna lífsföru- naut sterkt í gegn. Þannig verður Singles’ Day líka dagur ástarinnar, talan einn túlkuð sem sá eða sú eini/eina rétti/a og það er undir ástarfánanum sem dagurinn er einna helst fyrirferðarmikill í kín- verskum fjölmiðlum. Þegar talan einn stendur svo við hliðina á ann- arri tölunni einum fara tvö hjörtu að slá sem eitt. Árið 2011 var einstaklega mikil- vægur stakdagur þar sem talan einn kom þá sex sinnum fyrir í dagsetningunni, 11.11.11. Tíðni trúlofana og hjúskaparsáttmála var meiri þennan dag en aðra daga og margir sem vildu fagna ástinni þó aðrir hafi eflaust viljað fagna einlífinu enda hefur hvort tveggja nokkra kosti. Risavefverslanir eins og Alibaba höfðu nýtt tækifærið sem þessi nýi hátíðisdagur bauð upp á frá 2009 og auglýst einstök tilboð á þessum einstaka degi. 11.11.11 voru tilboðin betri en nokkru sinni og í kjölfarið varð sprenging í vefverslun. Í fyrstu voru tilboðin helst á varningi sem tengdist hjúskaparstöðu og leitinni að ástinni en í dag er Singles’ Day einn allsherjartil- boðsdagur í vefverslun og hefur löngu skákað svarta föstudeginum í sölutölum en hann hefur löngum verið helsti jólaútsöludagurinn í verslunum í Bandaríkjunum og víðar. Daginn áður, eða 10. nóvem- ber, heldur vefverslunarrisinn Alibaba gríðarstóra galaveislu þar sem starfsfólk og stjörnur fagna útsölunum saman og sölutölur eru birtar á risaskjá enda er dagurinn líka oft kallaður Alibaba-dagurinn í Kína og víðar. dagur einstakrar ástar Þetta par mun njóta dags einhleypra með því að gera kjarakaup í vefverslun. Það má með sanni segja að það sé handagangur í öskjunum í pakkhúsum víða um Kína þegar risavefverslunardagurinn 11.11. gengur í garð. 1 0 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :2 2 F B 1 2 0 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 5 A -D 1 6 8 2 1 5 A -D 0 2 C 2 1 5 A -C E F 0 2 1 5 A -C D B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 0 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.