Fréttablaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 26
„Ég er reyndar öll orðin hvít núna. Með hvítar augnabrúnir og augnhár. Mér fannst þetta ómögulegt í fyrstu en þegar dr. Hamid sagði mér hvað hann væri glaður að sjá mig svona – það þýddi að með-
ferðin væri að virka vel – þá tók ég útlitið í sátt. Þetta eru sigurörin mín,“ segir Elísabet Ronaldsdóttir sem gekkst undir svokallaða ónæmismeðferð við krabbameini. Mynd/Máni HRafnsson
Það er blámorgunn í Vancouver. Elísa-bet Ronaldsdóttir fær sér morgunbollann á meðan hún ræðir góðar fregnir af heilsu sinni
við blaðamann í Reykjavík. Elísabet
var greind með fjórða stigs krabba-
mein fyrir um það bil ári. Húð-
krabbamein (melanóma) sem hafði
dreift sér í bris. Hún er nú laus við
meinið eftir að hafa gengist undir
ónæmismeðferð hjá einum færasta
sérfræðingi Bandaríkjanna í slíkri
meðferð, dr. Omid Hamid.
„Ég er í skýjunum, það er erfitt að
finna orð yfir það hversu hamingju-
söm ég er að fá þessa niðurstöðu,“
segir Elísabet.
„Það eru svo margir þættir sem
koma að bata mínum. Einn er að
hafa réttar tryggingar, annar er að
ég á vini sem fundu lækninn minn,
dr. Hamid, og fengu hann til að taka
við mér.
Ég veiktist alvarlega í Vancouver
í Kanada og var flutt þaðan til dr.
Hamid á Cedars-Sinai-sjúkrahúsið
í Los Angeles. Ég hef sem betur fer
sjaldan farið á sjúkrahús. Helst til
að eiga blessuð börnin mín en fór
reyndar í litla aðgerð á Íslandi þar
sem eitlar voru fjarlægðir, það var
nokkrum mánuðum áður en ég
veiktist fyrst. Það var einföld aðgerð
og ekkert mál. En svo tók þetta sig
upp og ég varð svona hræðilega
veik,“ segir Elísabet.
Eins og í vísindaskáldsögu
Dr. Hamid er stórkostlegur sér-
fræðingur og virtur um allan heim
fyrir það sem hann er að gera hjá
The Angeles Clinic. Hann sérhæfir
sig í melanómakrabbameini en
vegna þess hve vel gengur í þessum
ónæmisfræðum er hann líka farinn
að meðhöndla fólk með lungna-,
brjóst- og heilakrabbamein, svo
dæmi séu tekin,“ segir Elísabet.
„Hann er sérstök týpa. Ég vissi
það um leið og ég hitti hann að ég
gæti treyst honum. Stundum reynir
maður að hafa einhver ítök en ég
hef ekki einu sinni yfirborðsþekk-
ingu á þessum fræðum. Ég var því
fegin og þakklát að gefa honum
stjórnina,“ segir Elísabet.
Hún segist aldrei hafa komið inn
á viðlíka sjúkrahús og Cedars-Sinai
í Los Angeles. „Þetta var eins og
geimstöð. Allt svo glæsilegt. Stund-
um fannst mér læknarnir vera eins
og hólógrömm. Eins og ég væri í vís-
indaskáldsögu. Dr. Hamid kynnti
mig þar fyrir persneska hernum
sínum eins og hann kallaði lækna-
teymið.
Á hverjum morgni hitti ég sex eða
sjö lækna. Ég hitti til dæmis skurð-
lækni á hverjum morgni, þó að það
stæði aldrei til að skera mig. Ég var
Þetta eru sigurörin mín
ekki með skurðtækt mein. Samt
gáfu allir læknarnir sér tíma til að
fylgjast með. Ég geri mér fulla grein
fyrir því hvað það voru mikil for-
réttindi að hljóta þessa meðferð,“
segir hún.
„Þegar dr. Hamid sagði mér að ég
þyrfti að fara í jáeindaskanna, þá
var ég bara í huganum farin í ferða-
lag. Reynslan að heiman er kostuleg
þar sem maður þarf að ferðast milli
landa í slíkan skanna. En svo var ég
bara komin í skannann eftir korter.
Allar rannsóknir voru gerðar strax
og án umstangs.
Þróunin er stórkostleg
Það væri mikil gæfa ef við á Íslandi
tækjum þá ákvörðun að forgangs-
raða pening inn í heilbrigðiskerfið
og veita fjármagni í nauðsynlegar
rannsóknir og aðgerðir. Það er ekki
eins og okkur skorti snillingana og
í krafti smæðar okkar og ríkidæmis
ættum við að geta haldið gangandi
heilbrigðisþjónustu á heimsmæli-
kvarða fyrir alla Íslendinga. Eitt-
hvað sem við öll gætum verið stolt
af. Ég er samt alfarið á móti einka-
væðingu í heilbrigðisgeiranum og
alls ekki á leiðinni í framboð,“ segir
Elísabet og skellihlær.
Meðferðin sem Elísabet hlaut
hefur vakið heimsathygli. „Þróunin
er stórkostleg, þeir eru að fá Nób-
elsverðlaunin fyrir framlag sitt til
læknavísinda. En á sama tíma
Elísabet
Ronaldsdóttir,
færasti kvikmynda-
klippari landsins, var
greind með fjórða
stigs krabbamein
fyrir rúmu ári en er
nú laus við meinið.
Elísabet gekkst
undir ónæmismeð-
ferð í Los Angeles og
segist óska sér að hér
heima á Íslandi sé
hægt að byggja upp
viðlíka þjónustu.
Kristjana Björg
Guðbrandsdóttir
kristjana@frettabladid.is
Ég vEiktist alvaRlEga
í vancouvER í kanada
og vaR flutt þaðan til
dR. Hamid á cEdaRs-
sinai-sjúkRaHúsið í
los angElEs. Ég HEf sEm
bEtuR fER sjaldan faRið
á sjúkRaHús. HElst til
að Eiga blEssuð böRnin
mín En fóR REyndaR í
litla aðgERð á íslandi
þaR sEm EitlaR voRu
fjaRlægðiR.
↣
1 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r26 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
1
0
-1
1
-2
0
1
8
0
4
:2
2
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
5
A
-A
0
0
8
2
1
5
A
-9
E
C
C
2
1
5
A
-9
D
9
0
2
1
5
A
-9
C
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
1
2
0
s
_
9
_
1
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K