Fréttablaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 10
UMHVERFISMÁL „Ástæðan fyrir því að við erum að fara af stað með þetta verkefni er sú að það er talið að um 150 tonn af raftækjum og spilliefnum hafi verið urðuð í Álfs- nesi í fyrra. Það er það magn sem kemur frá heimilum í Reykjavík í gegnum gráu tunnurnar,“ segir Eygerður Margrétardóttir, deildar- stjóri umhverfis- og úrgangsstjórn- unar hjá Reykjavíkurborg, um til- raunaverkefnið Spillivagninn. Verkefnið hófst formlega í gær þegar Spillivagninn heimsótti íbúa Laugardals og nágrennis. Hann mun fram til 6. desember heimsækja öll tíu hverfi borgarinnar og geta borgar búar þá komið með spilliefni og smærri raftæki. „Það eru mörg fordæmi fyrir svona þjónustu erlendis og við horfum meðal annars til reynslu frá Bretlandi, Þýskalandi og Banda- ríkjunum. Þetta er samstarfsverk- efni borgarinnar, Sorpu og Efna- móttökunnar en við vonumst til að fleiri sveitarfélög taki þátt. Þau hafa áhuga en það náðist ekki núna,“ segir Eygerður. Spillivagninn verður svo aftur á ferðinni í apríl og maí og mun fram- haldið ráðast af árangrinum. „Við vonumst til að umræða um þessi mál verði bæði til þess að fólk noti Spillivagninn en líka að magnið sem er skilað á endurvinnslustöðvarnar aukist. Þannig næði markmið verk- efnisins fram að ganga sem er að spilliefnum og raftækjum sé skilað á réttan hátt. En auðvitað þurfum við bara að reyna að nota sem minnst af þessum efnum.“ Eygerður bendir á að um 15 tonn- um af spilliefnum hafi verið hent í gráu tunnurnar í Reykjavík í fyrra. „Spilliefni eru þau efni sem geta valdið skaða á umhverfi og heilsu Vilja stuðla að bættum skilum á spilliefnum og raftækjum Tilraunaverkefnið Spillivagninn hófst formlega í Reykjavík í gær. Vagninn mun ferðast á milli hverfa borgar- innar og taka á móti spilliefnum og raftækjum frá heimilum. Deildarstjóri hjá borginni segir að markmiðið sé að þessum efnum sé skilað á réttan hátt en í fyrra voru um 150 tonn frá reykvískum heimilum urðuð. Hægt er að sjá áætlun Spillivagnsins á heimasíðu Reykjavíkurborgar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN M E N N T U N Á V I N N U M A R K A Ð I Sérfræðingur í fullorðinsfræðslu - SPENNANDI STARF – Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ehf. óskar eftir að ráða sérfræðing í starf á sviði þróunar í fullorðins- fræðslu. Um tímabundið starf er að ræða í 18 mánuði með möguleika á framlengdri ráðningu. Nánari upplýsingar er að finna á vef Fræðslumiðstöðvarinnar www.frae.is Umsóknir sendist á frae@frae.is fyrir 19. nóv. nk. Fullum trúnaði heitið við meðferð umsókna og öllum umsóknum verður svarað. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ehf. er í eigu Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins, BSRB, Sambands íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytisins. Hlutverk FA er að vera samstarfsvettvangur og sérfræðisetur aðila vinnumark- aðarins um fullorðins- og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði í samstarfi við aðrar fræðslustofnanir. Hjá FA vinna nú 17 starfsmenn, flestir sérfræðingar á sviði fullorðinsfræðslu. Markmið FA er að veita starfsmönnum á vinnumarkaði, sem ekki hafa lokið prófi frá framhaldsskóla, tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína á vinnumarkaði og auka þar með samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. • Menntun og reynslu sem nýtist í starfi. • Reynslu af fræðslumálum og almennu atvinnulífi. • Reynslu af verkefnastjórnun. • Reynslu af að vinna undir álagi og í hópi. • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. • Ritfærni í íslensku, ensku og einu norðurlanda- máli. Við leitum að jákvæðum og lausnamiðuðum einstaklingi sem hefur: H au ku r 1 1. 18 150 tonn af spilliefnum og raf- tækjum frá reykvískum heimilum voru urðuð í fyrra. manna. Þau leynast víða á heim- ilum og kannski meira en margur heldur,“ segir Eygerður. Dæmi um spilliefni eru þvotta- og hreinsiefni, klór og stíflueyðir, raf- hlöður, sótthreinsar, lím, ljósaperur, hitamælar, þynnar, lökk, sýrur, terpentína, tilbúinn áburður, ill- gresis- og skordýraeitur, rafgeymar, hreinsiefni, bensín og olíumálning. „Svo eru raftæki auðvitað allt í kringum okkur. Samkvæmt tölum frá Belgíu eru 79 raf- og rafeindatæki að meðaltali á hverju heimili og ég held að þetta sé ekki mjög ólíkt á Íslandi. Þegar kemur að Spillivagn- inum erum við að horfa á minni raf- tækin sem enda því miður oft í gráu tunnunni,“ segir Eygerður. Hún bendir á að raftæki sem annaðhvort eru ónýt eða hafa þjónað sínum tilgangi sé að hluta til hægt að endurnýta. „Í raftækjum leynast sjaldgæf hráefni eins og ál, kopar, gull og kóbalt sem hægt er nýta. Rannsóknir sýna að í hefð- bundnum snjallsímum eru 40 mis- munandi nýtanleg hráefni. Í öllum snjallsímum heims er 25 til 30 sinn- um meira magn af gulli heldur en í stærstu gullnámu heims.“ sighvatur@frettabladid.is Spillivagninn mun koma í öll hverfi borgarinnar á næstu vikum og aftur í vor. SAMFÉLAG Mikil aukning hefur verið á skráningum heimagistingar það sem af er ári. Heimagistingarvaktin sem er starfrækt af Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur sam- þykkt 1.860 skráningar á yfirstand- andi ári en skráningarnar voru 1.059 á öllu síðasta ári. Heimagistingarvaktin hefur að undanförnu staðið fyrir vettvangs- heimsóknum á höfuðborgarsvæð- inu, Suðurlandi og Suðurnesjum. Frá miðjum september hefur verið farið í 136 slíkar heimsóknir. Lögreglan hefur á þessu tímabili stöðvað starfsemi þriggja rekstrar- leyfisskyldra gististaða á höfuð- borgarsvæðinu og óskað hefur verið eftir rannsókn eða lokun átta gisti- staða utan höfuðborgarsvæðisins. Átján málum hefur lokið formlega með álagningu stjórnvaldssekta og tugir slíkra mála eru til meðferðar. Í tilkynningu segist Þórdís Kol- brún R. Gylfadóttir, ráðherra ferða- mála, ánægð með árangurinn. „Það er allra hagur að farið sé að lögum við útleigu heimagistingar og það er gleðilegt að átaksverkefni í heima- gistingarvakt hefur nú þegar skilað tilætluðum árangri.“ – sar Mun fleiri skrá heimagistingu Átak í skráningu heimagistingar hef­ ur skilað sér. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK FÉ L AGSMÁL Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og SFR stéttar- félag verða sameinuð en félags- menn beggja félaga samþykktu það í atkvæðagreiðslu sem lauk í gær. Hjá SFR voru rúm 57 prósent fylgj- andi sameiningunni, um 37 prósent andvíg og tæp 6 prósent tóku ekki afstöðu. Stuðningurinn við sameiningu var meiri hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkur þar sem rúm 77 pró- sent voru fylgjandi, tæp 18 prósent andvíg og rúm 5 prósent tóku ekki afstöðu. Tæpt 41 prósent félagsmanna SFR tók þátt í atkvæðagreiðslunni en hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkur var þátttakan rúm 27 prósent. Í tilkynningu segist forysta félag- anna fagna þessum niðurstöðum og líta björtum augum til framtíðar og tækifæranna sem stærra og sterk- ara stéttarfélag gefi. Alls verða um 11 þúsund félagsmenn í hinu nýja félagi. – sar Sameining hjá stéttarfélögum Formenn félaganna voru ánægðir með niðurstöðuna. MYND/SFR Það er allra hagur að farið sé að lögum við útleigu heimagistingar. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráð- herra ferðamála 1 0 . n ó V E M b E R 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R10 F R É t t I R ∙ F R É t t A b L A ð I ð 1 0 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :2 2 F B 1 2 0 s _ P 1 1 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 5 A -9 6 2 8 2 1 5 A -9 4 E C 2 1 5 A -9 3 B 0 2 1 5 A -9 2 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 0 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.