Fréttablaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 62
FORSTÖÐUMAÐUR
FRÆÐSLU- OG MENNINGARSVIÐS
GARÐABÆJAR
GARÐATORGI 7 • SÍMI 525 8500 • GARDABAER.IS
Garðabær auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs.
Leitað er að öflugum einstaklingi sem er tilbúin/-n til að stýra metnaðarfullu starfi
starfsmanna og stofnana bæjarins í þeim málaflokkum sem tilheyra sviðinu og vera einn af
leiðandi aðilum í uppbyggingu samfélagsins í Garðabæ.
Fræðslu- og menningarsvið hefur yfirumsjón með málefnum leik- og grunnskóla,
menningarmálum, íþrótta- og tómstundamálum og forvarnarmálum. Undir sviðið heyra skólar
bæjarins, menningarstofnanir og íþróttamiðstöðvar. Í Garðabæ er unnið eftir markvissri
skólastefnu sem nær til allra skóla bæjarins. Áhersla er lögð á sjálfstæði skóla, fjölbreytni og
valfrelsi nemenda sem felst m.a. í því að nemendur og foreldrar þeirra hafa fullt frelsi um val
á skóla.
Í menningarstefnu Garðabæjar er m.a. lögð áhersla á að marka Garðabæ sérstöðu sem
hönnunarbær og á menningu og listsköpun meðal barna og ungmenna.
Góð aðstaða er til iðkunar íþrótta, líkams- og heilsuræktar í Garðabæ og er áhersla lögð á að
hvetja börn og ungmenni til þátttöku. Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar hefur samþykkt
afreksstefnu og veitir styrki samkvæmt henni árlega. Gerður hefur verið samstarfssamningur
við landlæknisembættið um að Garðabær verði heilsueflandi samfélag.
Hlutverk og ábyrgð:
• Yfirumsjón með þeim málaflokkum sem heyra undir sviðið
• Fagleg og fjárhagsleg ábyrgð á rekstri og starfsemi sviðsins
• Ábyrgð á stefnumótun og framtíðarsýn
• Frumkvæði í þróun og innleiðingu nýjunga
• Samstarf við yfirstjórn bæjarins, starfsmenn og aðra aðila sem tengjast málaflokkum sviðsins
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, meistaragráða æskileg
• Áræðni og drifkraftur
• Haldbær reynsla af stjórnun og stefnumótun
• Reynsla af mannaforráðum og fjárhagslegri ábyrgð
• Góð greiningarhæfni og rökhugsun
• Stjórnunar- og skipulagshæfileikar
• Forystuhæfni og færni til að leiða samvinnu mismunandi hópa
• Framsýni, frumkvæði og metnaður í starfi
• Þjónustu- og samskiptahæfni
• Hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti
Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember 2018.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Gunnar Einarsson bæjarstjóri í síma 525 8500.
Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá um störf umsækjanda, menntun, stjórnunarreynslu
og verkefni sem viðkomandi hefur unnið og geta varpað ljósi á færni umsækjanda til að sinna
starfi forstöðumanns. Jafnframt er óskað eftir greinargerð að hámarki 2 blaðsíður þar sem
umsækjandi lýsir framtíðarsýn sinni fyrir leik- og grunnskóla, menningarmál, íþrótta- og
tómstundamál og forvarnarmál í Garðabæ.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á vef Garðabæjar, gardabaer.is
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Nánari upplýsingar má finna á ráðningarvef Garðabæjar https://starf.gardabaer.is
Ráðgjafar okkar búa
yfir víðtækri þekkingu
á atvinnulífinu og
veita trausta og
persónulega ráðgjöf.
capacent.is
Ef þú ert með rétta starfið
– erum við með réttu
manneskjuna
Job.is
Þú finnur
draumastarfið á
Job.is
GLÆNÝ OG
FERSK STÖRF
Í HVERRI VIKU
Kennsla
Þú finnur draumastarfið á
Iðnaðarmenn
Þú finnur draumastarfið á
Heilbrigðisþjónusta
Veitingastaðir
18 ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 0 . N óV e m b e R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R
1
0
-1
1
-2
0
1
8
0
4
:2
2
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
5
A
-C
C
7
8
2
1
5
A
-C
B
3
C
2
1
5
A
-C
A
0
0
2
1
5
A
-C
8
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
1
2
0
s
_
9
_
1
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K