Fréttablaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 88
Úr 2. kafla SÍÐDEGI GRETTISGATA 46 SUNNUDAGUR, 18. JANÚAR 1959 Fíngerðar hendur Hjartar titruðu þegar hann rétti henni kamelbrúnu vetrarkápuna sem hafði hangið í for- stofunni. Hún þóttist ekki taka eftir neinu og lést vera upptekin af því að leita að sjalinu sem hún vissi að lægi samanbrotið innan í hattinum sem enn lá uppi á hillunni fyrir ofan fata- hengið. Ingibjörg áttaði sig á að skjálftinn í höndum hans stafaði ekki einungis af spennu vegna kvöldsins heldur var áfengisþorstinn farinn að segja til sín, en hann hafði haldið aftur af sér í drykkjunni í návist hennar síðustu vikur. Löngunin til að segja eitthvað, grátbiðja hann enn og aftur um að snúa við blaðinu, kraumaði innra með henni, en staðföst beit hún á jaxlinn. Af eigin raun þekkti hún tilfinn- inguna óþægilega vel. Tilhlökkunin sem magnast upp þegar hellt er í glasið, þetta dásamlega hljóð þegar vökvinn rennur úr flöskunni og stundin þegar sopinn fyllir vitin. Nautnin þegar áhrifin streyma út í blóðið, flæða um æðarnar og allar áhyggjur hverfa á braut. En hann átti að vita betur og á þessari stundu lét hún sem ekkert væri. Nú þegar sonur hennar stóð á þessum miklu krossgötum, var hvorki staður né stund til að predika yfir honum. Ítrekað hafði hún sagt allt sem segja þurfti. Í þrjátíu ár hafði hún skrifað honum frá Ameríku, stungið þykk- um bréfunum í umslögin og farið með þau á pósthúsið sem stóð rétt fyrir neðan gistiheimilið hennar á 2643 Broadway í New York. Þörfin fyrir að hvetja hann, styðja og leiðbeina hafði aldrei vikið frá henni. Í fyrstu voru bréfin hlý og hvetj- andi, einlægar kveðjur frá móður til sonar sem hún hafði verið neydd til að yfirgefa í æsku þegar hún fluttist – eða öllu heldur flúði land og fór eins langt í burtu og hún mögulega komst frá illum tungum í Reykjavík. Hún lýsti því hvernig líf hennar og bróður hans var í nýja landinu, og sagði að hún saknaði hans. Vonandi kæmi hann sem fyrst. Þótt aldrei bærust svör skrifaði hún áfram í þeirri von að þrautseigj- an sannaði fyrir honum að hún elsk- aði hann. Að hann væri það fyrsta sem hún hugsaði um þegar hún vaknaði upp í ys og þys stórborgar- innar í 5000 kílómetra fjarlægð og það síðasta þegar hún færi þreytt að sofa snemma á kvöldin – en þá þegar var komin nótt hjá honum langt norður í Atlantshafi. Hún varð að sanna fyrir honum að það hefði ekki verið ætlun hennar að svipta hann áhyggjulausri æskunni og hvað þá að skilja hann eftir þegar skipið sigldi burt með hana og litla bróður. Hann varð að trúa því að hún hefði veifað honum ef hún hefði treyst sér til þess – ef það hefði ekki verið of sárt að kveðja. Auðvitað ætlaði hún alltaf að koma aftur, en hún gat það ekki. Hann hlaut að vita að hún ætlaði sér þetta aldrei. Ekkert af þessu. Einstaka sinnum fékk hún fréttir af honum, fallega drengnum með bláu augun og ljósu lokkana sem alls staðar vakti athygli fyrir fjölþætta greind og mælsku. Strax í æsku lék hann sér að tungumálum og stærð- fræði, að ógleymdum tónlistarhæfi- leikum sem nutu sín hvort sem var við fiðluleikinn eða píanóið. Og í órafjarlægð breyttist hann smám saman í ungan mann, fiðlu- leikara, píanóleikara, rithöfund, eig- inmann, föður og menntaskólakenn- ara. Þá fyrst hætti hún að skrifa honum bréf um allt og ekkert en fór að láta eftir sér að lauma til hans góðum ráðum um hvernig hann gæti losn- að úr fjötrum ástríðnanna – sama hverjar þær væru. Hvernig hann gæti orðið öllu óháður og óbundinn af hinu jarðneska tildri. Verið frjáls. Árum saman svaraði hann í engu hvatningu hennar en bréfin sendi hún áfram, eitt fyrir hverja árstíð. Vetur. Sumar. Vor. Haust. Á veturna, skömmu fyrir jól, fylgdi þeim kassi með óvæntum glaðningi frá Ameríku. Góðgætið valdi hún vandlega. Hún ímyndaði sér að eiginkona Hjartar yrði þakklát fyrir þurrkaða ávexti fyrir hátíðarnar og alveg var hún viss um að litlu synir hans þrír kynnu að meta Hershey- súkkulaði, sleiki brjóstsykur og kúlutyggjó sem ekki fékkst á Íslandi. Fyrir hann sjálfan sendi hún nýjustu tímaritin. Árlega fékk hún skilaboð með þakklæti fyrir kassann en aldrei var minnst á bréfin. Ástandið á syninum, þegar hún kom loks til landsins eftir 30 ára útlegð, var verra en hún hafði óttast og svo vanhirtur var hann að ekki var að undra að sálargróður hans hefði visnað. Þarna stóð hann, fölur og fár, í þröngri en langri forstofunni og otaði að henni yfirhöfninni líkt og hann væri að ýta á hana að drífa sig út. Þau höfðu varla lokið við að drekka síðdegisteið þegar hann sagð- ist sjálfur ætla að ganga frá bollunum sem þau höfðu nýlokið úr. Þeir stóðu enn á eldhúsborðinu ásamt sykurk- arinu, en hún vissi að hann hafði einungis sagt þetta til að hún tefðist ekki við frágang í eldhúsinu. Hann vildi að hún færi sem fyrst. Áður en Unnur, eiginkona hans, kæmi heim. Áhyggjur hans voru óþarfar, hún þráði sjálf að komast út úr litlu risíbúðinni sem var um 65 fer- metrar en virkaði enn smærri en gólfflöturinn sýndi því megnið af henni var undir súð. Ef hún kunni enn að umreikna metra yfir í fet voru það um 700 ferfet auk þvottahússins. Rúmgóða stofuna innst á ganginum hafði hún fengið út af fyrir sig meðan á dvölinni stóð og ekki gat hún kvart- að yfir dívaninum sem Unnur hafði búið vandlega um áður en hún kom. Úr stofunni var opið inn í svefn- herbergið þar sem fjölskyldan svaf, hjónin í tvíbreiðu rúmi, yngri dreng- irnir tveir í koju og sá elsti á litlum bedda. Herbergin voru svipuð á stærð og þau sem hún leigði út á Broadway þar sem yfirleitt gistu ekki nema tveir í einu. Gólfpláss var Sterkar formæður Ásdís Halla Bragadóttir skoðaði sögu for- mæðra sinna í nýrri bók sinni, Hornauga. Hún leitaði fanga í skjalasöfnum heima og erlendis, gróf upp áður óbirt einkabréf og umdeildar játningar. Fréttablaðið birtir brot úr öðrum kafla bókarinnar. Ásdís Halla Bragadóttir vildi vita meira um föðurfjölskyldu sína eftir að hafa fundið blóðföður sinn. MyND/ÁSDÍS Ingibjörg Líndal í nóvember 1919, komin rúmlega sex mánuði á leið með yngri son sinn. MyND/SIG- RÍÐUR ZoëGA nær ekkert í svefnherberginu þegar búið var að koma þar fyrir rúmum fyrir fimm manna fjölskyldu, einum skáp og lítilli kommóðu. Á svefnherbergishurðinni, sem sneri út að forstofunni, hékk jakki Hjartar, í stíl við stífpressuðu bux- urnar sem hann var kominn í. Hún vissi að hann yrði glæsilegur í honum þegar stóra stundin rynni upp. Dökkgrár liturinn og rifflað efnið myndi njóta sín við hvítu skyrtuna og ljósgráa bindið sem hann var búinn að hnýta um hálsinn. Vissulega var hann grannholda og þreytulegur, með dökka bauga undir augunum, en hann var áberandi snyrtilegur og fríður, húðin slétt og ljóst snöggklippt hárið vatnsgreitt til hliðar. „Fannstu sjalið?“ Með uppgerðarbrosi svaraði hún játandi, dró sjalið upp úr dökkbrúna hattinum sem hún hafði teygt sig eftir, tvívafði um hálsinn og hnýtti laust. Hún flýtti sér hægt í skóna og lét ekki á því bera að hún nýtti augnablikið til að dást að honum. Stundirnar þegar þau voru bara tvö ein höfðu ekki verið margar eftir að hún kom til landsins. Helst hefði hún viljað fylgja honum gangandi niður í Sjálfstæð- ishús þar sem útvarpsupptakan fór fram, en hann sagðist vilja fara einn. Hann þyrfti næði fyrir upptökuna, að hvíla hugann og ná einbeitingu. Til mikils var að vinna og til að gefa honum svigrúm hafði Ingibjörg gert sér upp erindi, sagst ætla að útrétta. Hún tók við kápunni, klæddi sig í hana og setti upp hattinn sem náði vel yfir hárið sem var tekið upp í hnút á hnakkanum. „Við sjáumst í kvöld þegar ég er búinn.“ Hún samsinnti því og sagðist treysta því að hann gerði sitt besta. Í þann mund sem hann lokaði dyrun- um á eftir henni horfði hún ákveðið í augun á honum og kvaddi hann með sínum hætti: „Hjörtur minn … láttu mig ekki verða fyrir vonbrigðum.“ Af eigin rAun þekkti Hún tilfinn ingunA óþægilegA vel Jólabækurnar 2018 1 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r36 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 0 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :2 2 F B 1 2 0 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 5 A -A 9 E 8 2 1 5 A -A 8 A C 2 1 5 A -A 7 7 0 2 1 5 A -A 6 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 0 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.