Fréttablaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 44
Viðtökurnar hafa
verið mjög góðar
hjá vinum og ættingjum
en hingað til hef ég
lítið verið að
kynna þær.
Handavinnan hefur alltaf legið vel fyrir Sigmundi V. Kjartanssyni húsasmíða-
meistara sem segist snemma
hafa byrjað að skera út og skapa
ýmislegt með höndunum. „Ég var
nokkuð uppátækjasamur sem
barn á Flateyri en þaðan flutti ég
í Kópavoginn tíu ára gamall. Þá
urðu eðlilega miklar breytingar
á lífi mínu og útiveran minnkaði
mjög. Það var á þessum tíma sem
ég datt í útskurð og ýmsa handa-
vinnu.“
Tréslaufurnar vekja athygli
Starf húsasmíðameistara er oft
annasamt og því getur verið gott
að gleyma stund og stað með
góðu áhugamáli. Undanfarin ár
hefur hann sinnt áhugamáli sínu
í skúrnum heima á Álftanesi og
á verkstæði sínu, en þar smíðar
hann ýmsa fallega muni á borð
við skálar, sleifar, kolla, trékúlur,
gluggaskraut og svo tréslaufur
sem hafa vakið athygli enda ekki
á hverjum degi sem slaufur úr
ólíkum viðartegundum eru seldar
hér á landi. „Sonur minn vildi
eignast tréslaufu og bað mig um að
Gleymir stund og stað
Í annasömu starfi sem húsasmíðameistari hefur Sigmundur V. Kjartansson fundið hugarró og
slökun í bílskúrnum heima. Þar smíðar hann ýmislegt sem gleður augað, t.d. fallegar tréslaufur.
„Hugmyndirnar
koma bara þegar
ég byrja en þó er
yfirleitt eitthvað
sem blundar í
kollinum á mér,“
segir Sigmundur
V. Kjartansson.
MYND/EYÞÓR
Slaufurnar eru í ýmsum litum og smíðaðar úr ólíkum viðartegundum. MYNDIR/EYÞÓR OG ÓLÍNA RÖGNUDÓTTIR
Starri Freyr
Jónsson
starri@frettabladid.is
hjálpa sér við að smíða hana. Hann
var ekki nógu sáttur við útkomuna
í fyrstu þannig að við þróuðum
hana saman. Því má segja þessar
tréslaufur sem ég er að smíða í
dag séu byggðar á hugmynd frá
honum.“
Góðar viðtökur
Hann segist öðlast mikla hugarró
og slökun á verkstæðinu við
sköpun sína auk þess sem honum
finnist einfaldlega gaman að
búa til eitthvað sem gleð-
ur augað. Auk sonarins
hafa önnur börn hans
og barnabörn fengið tré-
slaufur að gjöf og vinir og
aðrir ættingjar hafa fengið
nokkur stykki. „Viðtökurnar
hafa verið mjög góðar hjá vinum
og ættingjum en hingað til hef ég
lítið verið að kynna þær og selja
utan þeirra. Það er þó að breytast
og nú langar mig að leyfa öðum að
njóta
þeirra.
Ég hef einnig
smíðað hárspennur
fyrir litlar dömur í ætt-
inni úr hreindýrshorni.“
Nýtir afganga
Efniviðurinn kemur úr öllum
áttum að hans sögn, frá fjöru
til fjalla. „Oft nýti ég afganga úr
verkefnum sem ég er að vinna í og
einnig nýti ég afganga sem annars
hefðu farið í eldivið. Hugmynd-
irnar koma bara þegar ég byrja en
þó er yfirleitt eitthvað sem blundar
í kollinum á mér áður.“
Seinna í þessum mánuði tekur
hann þátt í sýningunni
Handverk og hönnun sem
haldin er árlega í Ráðhúsi
Reykjavíkur. „Einnig verð
ég á jólamarkaði í Nor-
ræna húsinu í upphafi des-
ember og svo er að sjá hvernig
gengur. Nýjasta hugmyndin er að
smíða borðlampa úr maðkétnum
rekaviði en hugmyndirnar eru í
raun endalausar. Mestu skiptir þó
að hafa eitthvað fyrir stafni á efri
árum og hafa gaman af því.“
Hægt er að skoða úrvalið á
Facebook-síðunni (svkehf ) og
Instagram (svk.ehf ). Áhugasamir
geta nálgast slaufurnar og aðrar
vörur hans gegnum sömu sam-
félagsmiðla.
HVAÐ ER AÐ
FRÉTTA?
Frettabladid.is færir þér nýjustu
fréttir dagsins og ítarlega umöllun
um málefni líðandi stundar.
Ekki missa af neinu, fylgdu
Fréttablaðinu á Facebook
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . N ÓV E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R
1
0
-1
1
-2
0
1
8
0
4
:2
2
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
5
A
-D
1
6
8
2
1
5
A
-D
0
2
C
2
1
5
A
-C
E
F
0
2
1
5
A
-C
D
B
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
2
0
s
_
9
_
1
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K