Fréttablaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 94
Á árunum milli fyrri og síðari heimsstyrjald-anna var Alþjóða-dómstóllinn starf-ræktur í hollensku borginni Haag. Dóm- stóllinn, sem að mörgu leyti varð fyrirrennari Alþjóðamannréttinda- dómstólsins sem nú starfar í sömu borg, var stofnaður árið 1920 og rekinn í tengslum við Þjóðabanda- lagið. Gríðarlegar væntingar voru bundnar við dómstól þennan, enda höfðu stjórnmálaspekingar í margar aldir látið sig dreyma um stofnun sem gæti skorið á sanngjarnan hátt úr deilumálum ríkja og afstýrt þannig blóðugum styrjöldum. Þegar ófriðarskýin tóku að hrann- ast upp í Evrópu um miðjan fjórða áratuginn fjaraði undan Alþjóða- dómstólnum og færri mál rötuðu á borð hans. Á árunum í kringum 1930 hafði dómstóllinn hins vegar veigamiklu hlutverki að gegna og leysti úr fjölda mála. Þar á meðal deilunni um Land Eiríks rauða eða Eirik Raudes Land, eins og það nefndist á norsku. Deilan snerist um landsvæði á Grænlandi. Danir gerðu tilkall til fullra yfirráða á Grænlandi, en höfðu þó lítt amast við umsvifum norskra hvalveiðimanna norðar- Granna ber að garði Fengu gestirnir hina Fínustu vindla „með magabelti“ … saga til næsta bæjar stefán Pálsson skrifar um eftirminnilega heimsókn. lega á Austur-Grænlandi, á slóðum sem höfðu verið að mestu óbyggðar að öðru leyti. Árið 1921 freistuðu dönsk stjórnvöld að banna öll umsvif útlendinga á Grænlandi, sem olli árekstrum milli þeirra og Norð- manna, uns samkomulag náðist á árinu 1924 um að þeim síðarnefndu væri heimilt að koma sér upp veiði- og rannsóknaraðstöðu norðan til- tekinnar breiddar- gráðu. En karpið um aðstöðuna á austur- ströndinni í byrjun þriðja áratugarins varð til þess að þjóð- ernispólitík hljóp í málið. Metnaðar- fullir Norðmenn tóku að rifja upp söguna og komust að þeirri niðurstöðu að ef til vill hefði Græn- land átt að fylgja með þegar Norðmenn klufu sig frá Dönum. Svipuð sjónarmið tóku að láta á sér kræla á Íslandi, þar sem lítill hópur manna talaði fyrir landakröfum á Grænlandi. Norsk stjórnvöld tóku dræmt í allar hugmyndir um landnám á Grænlandi og vildu síður efna til fjandskapar við Dani. Sumarið 1931 ákvað því hópur norskra ævintýra- manna að taka málið í sínar eigin hendur og þann 27. júní drógu þeir norska fánann að húni og lýstu yfir stofnun Lands Eiríks rauða, sem lúta skyldi norskri stjórn. Til- kynning þessa efnis var samstundis send á alla helstu fjölmiðla. Yfir- lýsingin vakti hrifningu almenn- ings og þorði ríkisstjórnin í Ósló ekki öðru en að gera kröfurnar að sínum fáeinum dögum síðar. Skipti þar vafalítið máli að þótt ráðherrar stjórnarinnar hefðu sumir hverjir litla trú á þessu ævintýri, var Hákon konungur sannfærður um að mál- staður Noregs væri sterkur. Sem fyrr segir lauk þessu Grænlandsævintýri Norðmanna þó fyrir dómstólnum í Haag tveimur árum síðar. Nýtt landnám Helsta röksemd Norðmanna í deil- unni um Austur-Grænland var sú að Danir hefðu fyrirgert rétti sínum til stórs hluta austurstrandarinnar með því að nýta hana ekki að neinu marki. Í því ljósi bæri að líta á land- svæðið sem ónumið og að Noregur væri raunar með hálfgerðan hefðar- rétt á því nú þegar. Þótt Alþjóða- dómstóllinn hafnaði að endingu þessum rökum, höfðu þau valdið Dönum nokkrum áhyggjum um talsvert skeið. Það var einmitt í tengslum við tilraunir þeirra til að styrkja yfirráðaréttinn á austur- ströndinni sem Ísfirðingar fengu merkilega heimsókn sumarið 1925. Það ár réðst danska nýlendu- stjórnin í að flytja tólf fjölskyldur, alls 89 manns – þar af um helm- ingurinn börn – frá Tasilaq á Suður- Grænlandi til Scoresbysunds, sem í dag nefnist Ittoqqortoormiit. Svæðið var óbyggt, þótt finna mætti minjar um búsetu inúíta þar fyrr á öldum. Það var jafnframt auðugt að veiðidýrum og reyndist því auðvelt að finna sjálfboðaliða til að flytjast þangað, en hagur íbúanna í Tasilaq fór um þessar mundir versnandi vegna offjölgunar og þröngra land- kosta. Grænlandsfarið Gustav Holm flutti fjölskyldurnar til sinna nýju heimkynna, en á leiðinni hafði það viðkomu á Ísafirði. Önnur ástæða heimsóknarinnar var hversdagsleg, þar sem taka þurfti vistir og vetrar- forða fyrir hina fyrirhuguðu byggð. Hin var óvenjulegri: til að koma á laggirnar nýju samfélagi þurfti kirkju og prest. Prestinn þurfti að vígja og það skyldi gert í Ísafjarðar- kirkju. Heimsóknin vakti gríðarlega athygli landsmanna, en þó einkum Ísfirðinga sjálfra sem þrátt fyrir nálægðina við Grænland höfðu fæstir haft nokkuð af Grænlend- ingum að segja. Rithöfundurinn Gunnar M. Magnúss fylgdist grannt með heimsókninni og skrifaði síðar nákvæma ferðasögu, en jafnframt var mikið um hana fjallað í héraðs- blöðum og raunar einnig í dagblöð- unum fyrir sunnan. Gustav Holm kom í Ísafjarðar- höfn þriðjudaginn 25. ágúst, um það bil í lok vinnudags. Allir sem vettlingi gátu valdið þustu því niður að höfn til að berja aðkomufólkið augum. Óvenjumargt aðkomu- manna úr næstu sveitum var í bænum, margir hverjir gagngert mættir í þeim tilgangi að sjá Græn- lendingana. Lýsti Gunnar M. Magn- úss gestunum á þann hátt að þeir væru ekki „…frændalegir ásýndum. Þeir voru þó næsta líkir því, sem landsmenn höfðu gert sér í hugar- lund eftir myndum og frásögnum: lágvaxnir, kviklegir í hreyfingum, kinnbeinamiklir og skammleitir með mongólasvip til augnanna, svarthærðir og stríhærðir.“ Um borð í skipinu var öll búslóð fólksins sem flytja skyldi á nýja stað- inn, þar á meðal hvers kyns veiðar- færi, skíði, tjöld, sextán húðkeipar auk minni báta, 10 hundasleðar með aktygjum og 77 sleðahundar. Daginn eftir buðu Ísfirðingar til skemmtiferðar inn í Tungudal, þangað sem fjöldi heimamanna og stærstur hluti Grænlendinganna mættu, nutu veitinga og tóku lagið. Var þar vel veitt af kaffi og kökum, en ekki hvað síst tóbaki. Fengu gestirnir hina fínustu vindla „með magabelti“, sem féllu afar vel í kramið. Bar fréttariturum saman um að aðkomufólkið hafi skemmt sér konunglega og var sérstaklega tiltekið hversu merkilegt þeim hafi þótt að sjá hesta í fyrsta sinn, sem þau hafi raunar talið risavaxna hunda. Þó kom Íslendingum nokk- uð á óvart hversu lítil undrunar- merki Grænlendingarnir hefðu sýnt við öllum þeim nýjungum sem fyrir augu bar. „Vottar það visku og hóg- læti“, skrifaði fréttaritari blaðsins Skutuls. Góðar gjafir Ísfirðingar voru kátir eftir sveita- ferðina, en þó fannst mörgum miður að ekki hefðu allir gestirnir tekið þátt í henni. Komst sá kvittur á kreik að danskir skipverjar Gustav Holm hafi ekki viljað hleypa þeim sem fátæklegast voru búnir frá borði. Hvað svo sem sannleiksgildi þeirrar sögu líður voru Íslendingar til í að trúa öllu illu upp á dönsk yfirvöld og tóku Ísfirðingar nú að streyma niður á höfn með hvers kyns gjafir til grænlensku fjöl- skyldnanna – staðráðnir í að sýna fram á íslenska gestrisni en gera í leið- inni gömlu herraþjóðinni skömm til. Á fimmtudeginum var sjálf prest- vígslan í Ísafjarðarkirkju. Danskur prófastur, sem var með í för, sá um að vígja prestsefnið Seier Abelsen að nafni. Til viðbótar voru sjö íslenskir prestar viðstaddir í fullum skrúða, þar á meðal sóknarprestur Ísfirðinga, séra Sigurgeir Sigurðsson, síðar biskup. Með þessu storkuðu guðsmennirnir óvart eða viljandi gamalli spásögn þess efnis að Gleiðarhjalli myndi steypast yfir Ísafjarðarbæ og kirkjuna ef sjö prestar stæðu þar fyrir altari. Ekki fórst Ísafjarðarbær á meðan á messunni stóð og í kjölfarið var slegið upp nýrri veislu, að þessu sinni í bíó- húsi bæjarins – með kvikmynd, fim- leikasýningu, kaffiþambi og vindla- reykingum sem fyrr. Í þakklætisskyni við hinn góða viður gjörning ákváðu Grænlend- ingarnir að efna til sýningar á kajak- róðri og skotfimi á Pollinum. Reru þeir bátum sínum fram og aftur með ógnar hraða, hvolfdu þeim og réttu við á víxl. Jafnframt beittu þeir skutl- um sínum af mikilli snilld. Engan sel var raunar að finna á Pollinum, en þess í stað tókst veiðimönnunum að hitta fugla á flugi og uppskáru lof áhorfenda. Grænlenski hópurinn yfirgaf Ísa- fjörð að morgni 29. ágúst. Skipið hreppti mikið óveður, en að lokum komst það til Scoresbysunds eftir viku útivist. Ekki bárust Ísfirðingum frekari fregnir af afdrifum gesta sinna, enda Grænland í raun lokað land þaðan sem sáralitlar fregnir bárust. Snemma árs 1928 flutti þó Bjarmi, blað Kristinboðssambandsins stutta fregn af samfélaginu við Scoresby- sund. Blaðið hafði fjallað ítarlega um vígslu Seiers Abelsen og farið fögrum orðum um trúrækni Grænlending- anna, sem ritstjóranum þótti augljós- lega að væri mun meiri og hreinni en Íslendinga. Birti blaðið frásögn úr riti danska trúboðsfélagsins þar sem fram kom að margir íbúanna hafi átt við sjúk- dóma að stríða og þar af hafi fjórir fullorðnir látist, að sögn séra Abel- sens. Hefði þar slæmum húsakosti verið um að kenna. Veikindin hefðu leitt til mikilla þrenginga og hafi hluti fólksins neyðst til að leggja sér gömul tjaldskinn til munns og einn veiði- maðurinn orðið að slátra tveimur hunda sinna til að seðja hungur barna sinna. Lét presturinn þess getið að samfélagið hefði orðið enn verr úti ef ekki hefðu komið til veglegar fatagjafir Ísfirðinga sumarið 1925. Tók hann þó fram að hópurinn væri kominn yfir erfiðasta hjallann, enda átti byggðin við Scoresbysund eftir að eflast og dafna næstu áratugina, þótt kveikjan að henni – landaþrætur við Norðmenn – væri löngu fyrir bí. KOMIN Í BÍÓ Sýnd með íslensku, ensku og pólsku tali 1 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r42 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 0 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :2 2 F B 1 2 0 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 5 A -9 1 3 8 2 1 5 A -8 F F C 2 1 5 A -8 E C 0 2 1 5 A -8 D 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 2 0 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.