Fréttablaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 10.11.2018, Blaðsíða 30
Það var ekki auðvelt að segja frá en mér fannst það nauðsynlegt. Þetta er svo persónulegt að ég ætla ekki einu sinni að selja bókina úti í bóka­ búð,“ segir Dagný Maggýjar sem gefur út bók um móður sína. Móðir hennar ólst upp í hópi 13 systkina á Langanesi, lengst af í Heiðarhöfn sem nú er komin í eyði. Bók Dagnýjar kallast Á heimsenda, sem er bæði vísun í æskuslóðirnar og veikindi móðurinnar. Hún byggir frásögnina á viðtali sem hún tók við móður sína áður en hún lést og því fylgdi hún eftir með viðtölum við systkini hennar og æskuvini. „Þetta er persónulegt verkefni og því gef ég bókina út sjálf og fólk verður að setja sig í samband við mig ef það vill kaupa bókina. Ég get líka komið í heimsókn til fólks sem vill ræða við mig um efni hennar,“ segir hún. Dagný rifjar upp með blaðamanni ástæðu þess að hún settist niður til að skrifa sögu móður sinnar. „Fyrir átta árum. Stuttu fyrir sex­ tugsafmæli sitt fór móðir mín í ein­ falda lýtaaðgerð. Þegar hún vaknaði eftir aðgerðina var hún orðin geð­ veik. Aðeins fjórtán mánuðum síðar misstum við hana í sjálfsvígi. Þetta var ráðgáta sem ég vildi reyna að leysa. Þetta var áskorun. Þetta var ferðalag í leit að svörum,“ segir Dagný. „Ég vildi gera tilraun til þess að setja andlit á þetta orð. Sjálfsvíg. Það er líf og manneskja á bak við tölfræðina. Ég er líka að takast á við mína eigin fordóma og skömmina sem fylgdi því að missa móður mína úr sjálfsvígi,“ segir hún. Fagfólk hefur stundum stigið fram og varað við því að ræða þessi mál- efni? „Þetta er viðkvæmt og það þarf að vanda sig. En það er miklu verra að þegja. Það verður að vera hægt að ræða þessi málefni. Þannig miðar okkur miklu frekar áfram. Við erum ekki að standa okkur nægilega vel. Hvorki í meðferðarúrræðum né for­ vörnum,“ segir Dagný. Hún segist hafa upplifað að hafa brugðist móður sinni. „Ég var mikið með henni í þessum veikindum sem hófust strax eftir að hún fór í aðgerðina. Það gerðist eitthvað í þessari aðgerð. Ég týndi mömmu. Hún var orðin fárveik eftir aðgerð­ ina. Það fór einhver spírall af stað sem við náðum aldrei að stöðva. Hún gerði þrjár tilraunir til sjálfsvígs áður en hún lést,“ segir Dagný frá. „Við fengum aldrei svör. Við vorum öll dofin og fengum engin svör. Hvað gerðist eiginlega? Mamma var glaðlynd og tilfinn­ ingarík kona. Dugleg, samvisku­ söm og metnaðarfull. Svo bara gerist þetta og svona ofsalega hratt,“ segir Dagný. Tveimur árum eftir að hún lést fann Dagný upptöku með viðtali sem hún hafði sjálf tekið við móður sína. „Ég hafði gleymt því að ég tók þetta viðtal við hana. Ég hlustaði á viðtalið og fór að raða aftur saman myndinni af mömmu. Ekki sjálfs­ víginu, heldur henni. Hún var svo miklu meira en það hvernig hún fór,“ segir hún. Dagný ræddi við systkini móður sinnar og vini og bókin er skrifuð í sátt og samlyndi við ástvini hennar. „Ég þurfti að fá meiri upplýsingar um æsku hennar og uppvöxt. Þegar hún fékk fyrsta kvíðakastið eftir aðgerðina þá grét hún og spurði mig: Af hverju var mér kastað á milli veggja? Af hverju vildi pabbi þinn mig ekki? Ég hugsaði með mér: Hvaðan kemur þetta? Ég vissi ekki betur en að hún hefði átt góða æsku. Það er auðvitað þannig að þegar svona mikil veikindi koma upp er eitthvað undirliggjandi. Fólk harkar af sér. Mamma hefur líklegast gert það. En svo eldist fólk og varnirnar bresta. Hún talaði um í veikindum sínum að það lægi farg á sálinni,“ segir hún. „Þetta er viðkvæmt og það þarf að vanda sig. En það er miklu verra að þegja,“ segir Dagný Maggýjar. Fréttablaðið/anton brink Magnea Guðný Stefánsdóttir fór í einfalda lýtaaðgerð stuttu fyrir sextugsafmælið sitt. Þeg- ar hún vaknaði eftir aðgerðina hafði eitthvað brostið innra með henni. Fjórtán mánuðum síðar batt hún enda á líf sitt. Myndin af mömmu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Ég hafði gleymt því að Ég tók þetta viðtal við hana. Ég hlustaði á viðtalið og fór að raða aftur saman myndinni af mömmu. 1 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r30 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 0 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :2 2 F B 1 2 0 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 5 A -7 8 8 8 2 1 5 A -7 7 4 C 2 1 5 A -7 6 1 0 2 1 5 A -7 4 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 2 0 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.