Breiðfirðingur - 01.04.2016, Page 14
BREIÐFIRÐINGUR14
hundrað landeigendur á því svæði sem Látrabjargsþjóðgarður þarf að
ná til. Svæðið sem um er rætt nær frá Breiðavík í norðri og að Keflavík
í austri.. Það er gífurlega mikilvægt að ná sátt um þjóðgarðinn og það er
mikilvægt fyrir íbúana að eiga þjóðgarð, það eflir stolt þeirra og ánægju.
Mikilvægast er þó að koma í veg fyrir frekari skemmdir á landinu á
Bjargtöngum og Keflavík vegna átroðnings ferðamanna. Það þarf að
byggja upp innviði til þess að vernda landið og stýra ferðamönnum í
réttar áttir. Auk þess sem þjóðgarður skapar atvinnutækifæri – jafnvel
fólks með háskólamenntun, fjöldskyldufólks, sem flytur á svæðið. Það
munai um það. Það er líka mikilvægt að Umhverfisstofnun sé hér með
starfsstöð sem heldur utan um viðkvæm svæði sem eru oftast fjölsóttir
ferðamannastaðir.“
– Ætlarðu aá bjóða þig fram til þings?
„Nei, ekki eins og staðan er í dag.“
– Hvað segirðu um framhaldsskólann og þá staðreynd að honum
hefur verið lokað fyrir fólk sem er 25 ára og eldra, sem hlýtur að koma
við fólk vestra?
„Við þurfum að finna leiðir fyrir eldri nemendur til að sækja sér
menntun sem lýkur með stúdentsprófi. Flestir eiga þess kost að ljúka
framhaldsnámi á réttum tíma. Sumir hætta, stundum af óviðráðanlegum
orsökum vegna veikinda, aðrir hreinlega ráða ekki við námið. Við þurfum
að finna leiðir til að halda krökkunum í skóla og ljúka stúdentsprófi eða
öðru starfsnámi. Það er dýrt fyrir samfélagið að fólk ljúki ekki prófi á
tilsettum tíma og við eigum að gera allt til þess að koma fólki úr þeim
vítahring. Það þarf e.t.v. meiri stuðning námsráðgjafa og sálfræðinga
því stundum er þetta kvíði eða sjálfsmyndarvandi. Í viðtali sem ég las
nýlega við Þráin Eggertsson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands,
segir hann að í framtíðinni verði mestu breytingarnar hjá ófaglærðu
fólki vegna tæknibreytinga í heiminum og að ófaglærðir þurfi að bera
þyngri byrðar en áður. Það verður því mikilvægara en fyrr að beina
börnunum okkar í frekara nám, hvort sem það er til stúdentsprófs eða
tæknigreina. Því það eiga allir að geta lokið einshvers konar námi nú til
dags, tækifærin eru til staðar og stuðningsnetið sömuleiðis.
– Hvernig gengur það upp, út á hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins