Breiðfirðingur - 01.04.2016, Page 18
BREIÐFIRÐINGUR18
hef ur þann dag „staðfest sameiningu Barðastrandarhrepps, Rauða sands
hrepps, Patrekshrepps og Bíldudalshrepps í Vestur Barðastrandarsýslu
í eitt sveitarfélag“. Ennfremur voru tilgreind í bréfinu helstu atriði tengd
fyrirhugaðri sameiningu varðandi íbúa, land, eignir og skuldir, skjöl
og bókhaldsgögn hins nýja sveitarfélags. Að kosning sveitarstjórnar
hins nýja sveitarfélags skuli fara fram sama dag og reglulegar
sveitarstjórnarkosningar laugardaginn 28. maí 1994. Að kosningin skuli
vera bundin hlutfallskosning og kjósa skuli níu fulltrúa í sveitarstjórn
hins nýja sveitarfélags.
Vesturbyggð – nafn á nýtt sveitarfélag
Í tengslum við stofnun nýs sveitarfélags og samkvæmt fyrirmælum
félagsmálaráðuneytisins 17. mars 1994 var leitað til almennings eftir
tillögum að nafni á hið nýja sveitarfélag. 180 tillögur bárust um 93
nöfn. Í sveitarstjórnarkosningunum 28. maí 1994 var íbúum hinna
fjögurra hreppsfélaga gefinn kostur á því velja nýju sveitarfélagi nafn
úr fimm tillögum, sem helst voru taldar koma til greina: Vesturbyggð,
Suðurfjarðabyggð, Suðurfjarðabær, Fjallabyggð og Barðabyggð.
Nafnið Vesturbyggð hlaut flest atkvæði.
Gamansemi eða hálfkæringur
Ein tillagan var þessi, sem barst um nafn á nýju sveitarfélagi:
Tillaga að nafni á hið nýja sveitarfélag Barðastrandar-, Rauða-
sands-, Patreks- og Bíldudalshrepps:
Sveitabær!
Rök:
Hér verða sumir að vinna í sveita síns andlits til að draga fram
lífið
Hér starfa einnig nokkrar björgunarsveitir
Þá eru nokkrir gamlir sveitahreppar í hinu nýja félagi
Söngurinn er til!
Ljóðið eftir tengdason Patreksfjarðar, Ómar Ragnarsson, fyrir
meira en tveimur áratugum við erlent lag.