Breiðfirðingur - 01.04.2016, Page 22
BREIÐFIRÐINGUR22
Hæstu fjöll eru Lónfell ( 752), Breiðafell (747) í Hornatám, Botns
hnúkur (736) og Napi (704). Inn í fjalllendið skerast mislangir firðir
og víkur og þar inn af dalir, hvilftir og gil. Víðast er stutt milli fjalls
og fjöru. Undirlendið er naumt og er einkum á Rauðasandi, Barða
strönd, Útvíkum sunnan Patreksfjarðar, Örlygshöfn í Patreksfirði og
Ketildölum í Arnarfirði. Björg og snarbrattar fjallshlíðar ganga víða í
sjó fram svo sem Látrabjarg, Blakkur, Tálkni og Kópur. Eyjar og hólm
ar, sker og boðar eru einkum fyrir landi á Barðaströnd og vestur að
Rauðasandi. Grunnsævið þar vestur og norður af er nánast hreint. Gulur
skeljasandur er einkennandi í fjörum og einkum þar sem ströndin er
fyrir opnu hafi og áhrifa hafstrauma gætir inn í firðina. Undirlendið
skiptist í gróðursnauða aur og sandmela og gróið mó og mýrlendi.
Jarðvegur er víðast grunnur og stutt í grýtt undirlagið. Lítið fer fyrir
gróðri í fjallshlíðunum. Samt má finna fjölbreyttan gróður í hlíðum sem
snúa á móti suðri og sól og í vari fyrir norðlægum áttum og sérstaklega
þar sem grunnvatn seytlar fram á mótum jarðlaga. Skjólsælir dalbotn
ar eru víða þaktir birkiviði og reynitrjám á stangli og sérstaklega þar
sem áhrifa úthafslofts gætir síður en á útnesjunum. Vatnsföll eru mörg á
svæðinu en flest smá í samanburði við aðra landshluta. Stærst er Vatns
dalsá í Vatnsfirði á Barða strönd og Vatnsdalsvatn stærst og síðan koma
Sauðlauksdalsvatn og Stóravatn á Rauðasandi. Heitar lindir og volgrur
spretta víða fram, einkum á Barðaströnd og í Arnarfirði. Lítil not hafa
verið af þessum landgæðum. Þau hafa þó verið nýtt í smáum mæli til
húshitunar og í sund og baðlaugar á Barðaströnd. Tálknfirðingar hafa
verið umsvifameiri í nýtingunni. Hafa þeir náð að fanga umtalsvert
heitt vatn með borunum og nota til upphitunar húsa og í fiskeldi.
Veðurfar
Veðurfar á sunnanverðum Vestfjörðum er í stórum dráttum svipað því
sem einkennir Vesturland og Breiðafjörð. Sama veðurspáin gildir al
mennt fyrir bæði svæðin. Veðurfar sem einkennir svæðið norðan Arn
arfjarðar gildir aðeins að litlu leyti fyrir sunnanverða Vestfirði. Veður
skilin liggja um norðurströnd Arnarfjarðar. Suðlægum og vestlægum