Breiðfirðingur - 01.04.2016, Page 25
BREIÐFIRÐINGUR 25
upp í miðlungs stærð á mæli
kvarða fyrri tíma, sem tengd
ist kúgild um. Aðeins tvær
stór jarðir voru á svæðinu,
hvor metin 60 hundruð: Hagi
á Barða strönd og Saurbær á
Rauða sandi. Um flestar jarð
irnar má segja að þær væru
hálfar á landi og hálfar í
sjó. Fiskur úr sjónum, sel
u r og fugl var mikilvægur þáttur í afkomunni við ströndina ásamt af
urðum sem hefð bundinn landbúnaður gaf af sér. Verstöðvar mynduðust
þar sem stutt var á gjöful fiski mið svo sem í Keflavík austan Látra
bjargs, á Brunn um norðan Bjargtanga, Breiðavík, Kollsvík, Kópavík og
Verdölum í Arnarfirði. Þangað þyrptust vermenn austan úr Breiðafirði
og víðar og heimamenn sem ekki voru bundnir við búskap. Fyrsta þétt
býlið á sunn anverðum Vestfjörðum fór að myndast upp úr miðri 19.
öld og tengdist einkum breyttum atvinnuháttum í fiskveiðum og fisk
vinnslu. Að vísu höfðu danskir kaupmenn verið viðloðandi Patreksfjörð
og Bíldudal. Engin þorpsmyndun varð í tengslum við verslunarrekst
ur þeirra. Hin auknu umsvif, sem fylgdu breyttum atvinnuháttum,
löðuðu að aukið og sérhæft vinnuafl og aðstæður sköpuðust til fastrar
búsetu. Um og eftir aldamótin 1900 voru mjög mikil umsvif á Bíldu
dal og Patreksfirði, útgerð þilskipa, saltfiskverkun og verslunarrekstur
ásamt nauðsynlegri þjónustu fyrir atvinnureksturinn og íbúana. Upp
gangstíminn entist fram á þriðja tug liðinnar aldar en þá dró úr, fyrst
á Bíldudal og síðar á Patreksfirði. Síðan hefur ýmislegt gengið á í at
vinnumálum þessara byggðarlaga með lægðum og hæðum. Vélvæðing
fiskibáta og skipa og síðar togaravæðing ásamt breyttum áherslum í
fiskvinnslu, vinnslu tækni og sölumálum ásamt takmörkun og færslu
aflaheimilda í séreign hefur haft veruleg áhrif á atvinnulíf og íbúa fjölda.
Til viðbótar þessum þáttum má fullyrða að aðgerðir ríkisvaldsins og
stofnana þess síðustu tíu árin hafa leitt til fækkunar íbúa og skaðað sam
félagið verulega með því að draga úr opinberri þjónustu og leggja suma
V STU BYG Ð
Frá Bíldudal.