Breiðfirðingur - 01.04.2016, Blaðsíða 33
BREIÐFIRÐINGUR 33V STU BYG Ð
ígangsklæði. Þá þurfti að hafa með sér í rúm, kodda, brekán eða rekkju
voðir. Sjómannsdýnu eða hálfsæng höfðu flestir en hún var þannig að
hún var jafnbreið öðrum sængum en hálf lengd og gerðu tvær slíkar
sængurlengdina. Voru rúmfötin sett í einn poka.15
Matan eða vermatan var sá matur er vermenn höfðu með sér í verið.
Matan byggðist á feitmeti, smjöri, tólg eða hnoðmör og kjöti sem var
í formi kæfu. Kökur og brauð úr rúgmjöli, harðfisk og sýru höfðu ver
menn einnig. Þessi matföng voru kölluð útgerð eða útvigt og var fast
ákveðinn skammtur sem var mismikill eftir því hvar var á landinu.16
Vertíðin var tólf vikur og skammturinn á Látrum var:
fjórir fjórðungar af harðfiski, fjóra fjórðunga af mjöli í brauð, og
fjóra fjórðunga kjöts. Varð þá fjórðungur (5kg.) til viku af þessum
matföngum. Þrír fjórðungar skyldu vera af feitmeti, smjöri og floti.
Áttatíu merkur af sýru til drykkjar voru ætlaðar til vertíðarinnar
handa hverjum manni. Þetta ver talið tíu fiska fæði á viku, og
lögútgerð, auk sýrunnar. Kaffi og sykur munu húsbændur ekki
hafa talið sér skylt að leggja mönnum sínum til á þeim árum.17
Kjötið og feitmetið höfðu menn í skrínu (verskrínu) sinni sem var lík
skattholi með hallandi loki og lamir á efri brún hennar en læsing að
neðan. Þannig vissi hún vel að þeim sem mataðist úr henni. Sumir
grúfðu sig yfir skrínuna til þess að ekki sæist hve mikið var eftir af
innihaldinu. Skrínan var úr greni eða furu og stærð hennar um 50 cm á
lengd, 25 cm breið og 40 cm djúp að innanmáli.18
Til þess að kæfan, sem ýmist var úr nýju, reyktu eða söltuðu kjöti,
skemmdist ekki var tólg rennt í skrínuna þeim megin sem kæfan var,
venjulega vinstra megin, og bráðnu floti síðan rennt utan um hana.
Smjörið var sett í hinn enda skrínunnar og flot fyllt upp í auða hólfið
á milli. Úr mestöllu mjölinu voru bakaðar þunnar flatkökur (verkökur)
sem voru kolhertar þannig að þær mygluðu ekki. Kökurnar voru
hengdar upp í þunnum pokum þannig að súgur gæti leikið um þær.19
Þegar veður var hagstætt var lagt af stað vestur fyrir Bjarg. Bátarnir
voru sexæringar, misstórir, og á þeim sex til sjö menn og var sá sjöundi