Breiðfirðingur - 01.04.2016, Page 34
BREIÐFIRÐINGUR34
stundum hálfdrættingur. Fyrsti áfanginn var að Siglunesi og haldið
áfram að Brunnum ef veður leyfði. Annars var staldrað við á Siglunesi
og beðið betra leiðis. Hefur þá stundum verið talsverður átroðningur af
vermönnum á Siglunesi.
Út og og fram með Sigluneslendingu er boði, sem Bjarnaboði
heitir. Hann kemur upp um hálffallinn sjó. Þegar hann kom upp,
var talinn hæfilegur burtferðartími vestur. Var þá meðstraumur
út með hlíðum, „liggjandi“ á Sandflóa og út með Bjarginu, og
norðurfallsupptaka, er kom að töngum.20
Strax var hafist handa um að lagfæra verbúðirnar þannig að hægt væri
að búa í þeim. Látramenn notuðu húsin sem beitarhús að vetrinum þar
til vermenn komu. Talað var um að búða sig þegar vermenn komu sér
fyrir fyrir.
Í Íslenskum sjávarháttum, 2. bindi er góð lýsing á verbúðunum í
Útvíkum, Látrum, Breiðavík og Kollsvík, sem flestar voru með svipuðu
sniði. Einnig er stuðst við lýsingu Péturs Jónssonar í Barðstrendingabók.
Búðirnar voru hlaðnar úr grjóti og ytri hleðslan var úr torfi og lábörðu
grjóti en veggirnir sem inn sneru voru eingöngu úr grjóti. Sá veggur
átti að dragast saman að ofan og neðan en bunga inn í miðjunni. Náðu
veggirnir meðalmanni í öxl. Engir gluggar voru á þessum verbúðum en
göt við veggjabrúnir sem gáfu lítilsháttar birtu inn.21 Seinna var farið
að hafa lítinn glugga á gafli verbúðanna.22 Breidd búðanna var 2 til 2,5
metrar. Dyr voru á langhlið þeirri er vissi til sjávar, þannig að vinstra
megin kæmist fyrir eitt rúm en hægra megin rúmlengd og rúmbreidd
fyrir gafli. Í þakinu var mænisás og sperrur, langbönd og hellur lagðar
ofan á og skaraðar þannig að ekki læki. Síðan var tyrft yfir. Þökin voru
því býsna þung. Enn (2015) er eitt slíkt þak uppistandandi í verbúð í
Breiðavíkurveri en á stutt eftir.
Einn bátur var um hverja búð og voru þrjú eða fjögur rúm í hverri.
Tveir sváfu í hverju rúmi og voru nefndir lagsmenn. Rúmin voru þannig
að rúmstokkur úr fjöl var að framan. Við báða enda var rúmstuðull og