Breiðfirðingur - 01.04.2016, Page 36
BREIÐFIRÐINGUR36
illa farnir eftir veturinn og þurfti að hlaða þá upp á hverju vori. Bæði
á Brunnum og sérstaklega á Látranesi eru leifar af steinbítsgörðum.
Búðunum fylgdu einnig hrýgjugarðar þar sem fiskinum var hrúgað á
þegar hann fór að harðna.
Þá var ruðningurinn hluti af vergögnum en ruðningur var reitur úr
hnullungagrjóti sem var lægri í miðjunni og stórum steinum raðað í
kring. Ruðningurinn þurfti að taka aflann úr róðrinum en í hann var
fiskurinn borinn þegar til lands var komið. Hlaðinn var grjótbálkur, sem
tók meðalmanni í mjöðm, öðrum megin í ruðninginn og lögð hella á
hann til að fletja fiskinn. Bálkurinn nefndist flatningur. Dálítill blettur
var afmarkaður með grjóti öðrum megin við flatninginn til að menn
þyrftu ekki að standa í fiskkösinni. Í hinum endanum voru myndaðar
tvær þrær og var flatti fiskurinn settur í aðra en steinbíturinn í hina eftir
að hann hafði verið rifinn upp.25 Eftir að fiskurinn hafði verið flattur og
kúlaður var hann settur á garðana til herslu.
Róðrarnir – fallinu fylgt
Sú róðraraðferð var á Látrum og Víkum norðan Bjargs að fylgja
fallinu. Var þá ýtt úr vör á háfjöru eða þegar lítið var tekið að þannig að
norðurfallið var notað til að komast á steinbítsmiðin út af Töngum, sem
nefnd voru Bætur. Sérstaklega var þetta mikilvægt um stórstraum. Var
þá komið á miðin á fallaskiptum, suðurfalls niðurslátt, og setið fram í
upptöku norðurfalls. Þá var róið heim. Þannig var meðstraumur bæði úr
landi, fráleiði, og til baka í land, heimferðinni.26 Komið var að landi á
háflóði eða mikið fallið að. Ef tíðin var góð var róið ellefu sinnum um
vikuna og voru svo stöðugar gæftir nefndar sjódyngjur.27 Var róið til
miða hvenær sem var sólarhringsins þegar nóttin var orðin björt á vorin
og sumrin.28
Bætur voru þekktustu steinbítsmiðin á Látrum og Víkum norðan
Bjargs og voru svo stutt undan landi að Skorin kemur naumast undan
Bjargbarðinu. Róið var þá frá Brunnum, fyrir Seljavík, sem er næst
Bjarginu, milli Brunnanúps og Tangahorns.29 Sagt var að suðurfall væri
alltaf á Seljavíkinni samanber vísuna: