Breiðfirðingur - 01.04.2016, Side 38
BREIÐFIRÐINGUR38
Bjargferðir vermanna
Gefið er í skyn í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns að
vermenn, sem sóttu í verið á Brunnum, hafi meðal annars gert það vegna
þess að þeir höfðu fuglaveiði og egg úr Látrabjargi tolllaust og hafi
landeigendur látið sem þeir sæju það ekki. Víða kemur fram að vermenn
á Brunnum gátu fengið leyfi til að sækja egg og fugl í bjargið. Í Gesti
Vestfirðingi er sagt frá því að töluverð búdrýgindi séu af bjargfuglaveiði
í Hornbjargi og Látrabjargi. Þar kemur fram að björgin séu í eign og
umráðum einstakra manna en „Skylt er að getið sé góðvildar þeirrar,
er bóndi sá, er nú býr á Látrum vestra, hefir sýnt vermönnum með því,
að leyfa þeim íferð í fuglabjargið fyrir lítið eður ekkert endurgjald“35
Hornbjarg var almenningur sem menn máttu sækja í án leyfis en
Látrabjarg var í eigu nokkurra jarða í Rauðasandshreppi.36 Þær jarðir
voru Hvallátrar, Látrabjarg, Saurbær á Rauðasandi, Bæjarbjarg, Breiða
vík, Breiðavíkurbjarg og Keflavík, Keflavíkurbjarg.
Var það einkum gert þegar ekki gaf á sjó í norðanveðrum. Látramenn
lögðu til vaðinn og leyfi í Bjargið og tóku hlut fyrir hvort tveggja. Sá hluti
Bjargsins sem vermenn fengu leyfi til að síga í var frá Barðsbrekkum og
vestur að Tangahorni. Tóku nokkrar skipshafnir sig saman en þeir sem
heima voru fengu einnig hlut. Nauðsynlegt var að hafa góðan sigara í
hópnum en sigari fékk tvo hluti af eggjum og fugli. Var aukahluturinn
kallaður hættuhlutur. Mikið nýnæmi var fyrir vermenn að fá egg og
fugl í matinn enda farið að sneyðast um mat hjá sumum sem ekki höfðu
næga forsjálni varðandi matinn.37
Einn af þeim Eyjamönnum sem nefndur er í þessu sambandi er Jón
Jónsson Sauðeyingur sem fæddur var árið 1856. Jón var formaður á
Brunnum en ekki ljóst hve margar vorvertíðir. Til eru sagnir af þessum
manni og þá sérstaklega fyrir dugnað og hugprýði. Jón fór á handvað
niður í skúta sem er nokkru innan við Stefnið í Látrabjargi, um 30 til 40
metra neðan við brún. Slútir bergið þarna innundir sig og notuðu menn
fuglastöng til að komast í skútann. Jón þurfti þess ekki og eitt sinn er
hann fer þarna til eggja, sveiflar hann sér inn í skútann, festir vaðinn
og fer að tína egg. Ekki vill betur til en að vaðurinn losnar og hangir