Breiðfirðingur - 01.04.2016, Page 41
BREIÐFIRÐINGUR 41V STU BYG Ð
alla vertíðina.43 Kristín reri að sögn Guðmundar margar vertíðir, vor og
haust í Oddbjarnarskeri og þótti vel liðtæk þótt ekki væri hún stórvaxin.
Sigríður Ólafsdóttir Teitssonar og Bjargar Eyjólfsdóttur í Sviðnum var
ein þeirra kvenna er voru á Brunnum. Hún var fædd árið 1844 í Sviðnum
og er lýst þannig í Eylendu: „Stór vexti og hin glæsilegasta, búsýslukona
mikil.“44 Hún giftist Einari Jónssyni Thoroddsen útvegsbónda á Látrum
árið 1870 þannig að hún hefur verið í verinu á Brunnum í kringum
1867. Hún er langamma þess er þetta ritar en í fjölskyldunni er ekki
talið að hún hafi verið við róðra heldur verið fangselja.45
Fiskaferðir
Pétur Jónsson frá Stökkum á Rauðasandi skrifaði grein, sem heitir
Vorróðrar á Hvallátrum, í Barðstrendingabók sem gefin var út árið
1942. Stuðst er að miklu leyti við frásögn hans í þessum kafla.
Að vertíð lokinni þurfti að flytja aflann heim og frá Brunnum var afl
inn einkum hertur steinbítur. Um miðja 19. öld stóð vertíðin á Brunnum
og Látrum frá páskum til sláttar. Eyjamenn fóru þá heim á minni
bátunum fullfermdum og sóttu stærri báta, áttæringa og teinæringa til
að flytja á voraflann. Voru þessar ferðir nefndar fiskaferðir. Skipin sem
notuð voru í fiskaferðirnar báru flest frá 16 til 24 hundruð tólfræð eða
stórt hundrað (120) auk hausa, þorsks og riklings. Allur fiskur og fugl
var talinn í tólfræðum hundruðum. Einn maður af hverjum báti beið í
verinu meðan fiskaferðaskipið var sótt. Þeir voru nefndir eftirliggjarar
og áttu þeir að hirða um þann afla sem ekki var orðinn fullþurr og líta
eftir fiskifangi og föggum félaganna. Sú bið gat verið frá örfáum dögum
upp í viku eða lengur. Mikilvægt var að fá hentugt ferðaveður og þá
sérstaklega frá Brunnum að Siglunesi. Því var glöggur maður eða menn
sendir inn á bjargbrún til að gá til veðurs, hvort ferðaveður væri hagstætt
inn Sandflóa, sem er á milli Bjargtanga og Skorar. Sú vegalengd var
talin tæpar fimm vikur sjávar (35 km) ef farin var grunnleið. Hvergi á
þeirri leið er hægt að lenda nema í Keflavík innan við bjarg ef nauðsyn
bar til. Stundum var lent í Skor og verður slíku ferðalagi lýst síðar í
þessari grein.
Ef sendimenn, sem komu af bjarginu, töldu fært ferðaveður var hafist