Breiðfirðingur - 01.04.2016, Side 49
BREIÐFIRÐINGUR 49V STU BYG Ð
nema hafa stundað líkamlegt erfiði eða íþróttir. Hvað þá Brynjólfstaki,
steininum sem Brynjólfur nokkur bar í ólum á bakinu upp úr fjöru og
er að finna á Brunnum. Fáir geta reist hann upp á endann hvað þá lyft
honum enda er hann 281 kíló. Sem betur fer eru til nokkrar frásagnir
þeirra er reru frá Brunnum og veita innsýn í líf og starf vermanna.
Í mörgum útverum á Vestfjörðum virðist land vera að lækka og sjórinn
að brjóta niður leifar mannvirkjanna. Þannig er í öllum verstöðvum í
Útvíkum, Brunnum, Breiðavík og Kollsvík. Á Brunnum fengust fjár
munir til að gera varnargarð sem mun halda aftur af rofi sjávar um
skeið. Í Breiðavíkurveri nagar sjórinn búðatætturnar og sama er í
Kolls vík. Okkur nútímafólki er hollt að kynnast því hvernig lífsbarátta
forfeðranna var, hvað þurfti til að halda lífinu í þessu landi. Í því skyni
mættu sagnir um baráttu breiðfirskra sjómanna eins og Snæbjarnar í
Hergilsey vera skyldulesning hverjum Íslendingi.
Að lokum þakka ég Kristínu Sigurlínu Árnadóttur fyrir að lesa greinina
yfir með tilliti til stafsetningar og málfars og Ingu Hlín Valdimarsdóttur
fyrir mynd af verskrínu.
Tilvísanir
1 Þórður Jónsson, skjal í vörslu Hrafnkels Þórðarsonar
2 Játvarður Jökull Júlíusson, Umleikinn ölduföldum. 1979:62
3 Már Jónsson, Skrifað úr Skáleyjum 1882–1886, Árbók Barðastrandarsýslu 2012:142,
4 Már Jónsson, Skrifað úr Skáleyjum 1882–1886, Árbók Barðastrandarsýslu
2012:139–141
5 Lúðvík Kristjánsson, Íslenskir sjávarhættir II, 1982:5470
6 Lúðvík Kristjánsson, Íslenskir sjávarhættir IV, 1985:93
7 Lúðvík Kristjánsson, Íslenskir sjávarhættir II, 1982:32
8 Lúðvík Kristjánsson, Íslenskir sjávarhættir II, 1982:32
9 Pétur Jónsson, Barðstrendingabók, 1942:198
10 Jarðabók 6. bindi 1983:312
11 Ólafur Árnson, Sýslulýsingar 1744–1749, 1957:149
12 Játvarður Jökull Júlíusson, Umleikinn ölduföldum. 1979:50
13 Gísli Ólafsson, Sóknalýsingar Vestfjarða, 1952:211
14 Þorvaldur Thoroddsen, Gestur Vestfirðingur 1887:114
15 Pétur Jónsson, Barðstrendingabók 1942:20