Breiðfirðingur - 01.04.2016, Blaðsíða 55
BREIÐFIRÐINGUR 55
það að tillögu minni að stærð sláturhússins á Gjögrum sé að stærð
20x8x3,1/2 al in og gerð úr bárujárni slegnu á styrka grind. Steyp-
tur grun nur og gólf.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundar gerð upplesin og sam þykkt.
Fundi slitið.
Helgi Árnason (ritari) Sigurbjörn Guðjónsson (fundarstjóri)
Pétur Guðmundsson, Hafliði Halldórsson, Aðalsteinn Sveinsson.
Í framhaldi af þessum tveim fundum fóru hlutirnir að gerast. Formleg
ur stofnfundur félagsins var haldinn í Breiðavík sunnudaginn 10. maí
sama vor. Kemur þá meðal annars fram að safnast hafði hlutafé upp á
575 krónur, og voru eftirtaldir stofnfélagar: Hafliði Ólafsson Keflavík,
Hafliði Halldórsson Látrum, Einar Sigurðsson Keflavík, Daníel Eggerts
son Látrum, Jón Magnússon Látrum, Ingimundur Halldórsson Látrum,
Erlendur Kristjánsson Látrum, Aðalsteinn Sveinsson Breiðavík, Sveinn
Benónýsson Breiðavík, Helgi Gestsson Kollsvík, Helgi Árnason Kolls
vík, Jón Torfason Kollsvík, Sigurbjörn Guðjónsson Hænuvík og Pétur
Guðmundsson Tungu.
Næsta fundargerð (6. sept. 1931) vitnar um að hlutafé þetta var greitt
með ýmsu móti, í formi afurða, vinnu eða peninga, sem væntanlega
voru litlir til á sumum heimilum vestur þar á þessum tímum.
Í fyrstu stjórn félagsins voru kjörnir: Pétur Guðmundsson [Tungu],
Ólafur Magnússon [Hnjóti] Sigurbjörn Guðjónsson [Hænuvík] Júlíus
V STU BYG Ð
Tekið heim að Gjögrum,
líklega snemma á sjö
unda ára tugnum. Gamla
sláturhúsið stendur
enn og verslunarhús
Sláturfélagsins Örlygs,
sem jafnframt hýsti
starfsmanna aðstöðu á
sláturtíð. Ljósmyndari
óþekktur.