Breiðfirðingur - 01.04.2016, Blaðsíða 57
BREIÐFIRÐINGUR 57
félagsins var séra Þorvaldur Jakobsson í Sauðlauksdal, afi Vigdísar
Finnbogadóttur forseta Íslands, en auk hans eru nefndir til sögunnar
Ólafur Ó. Thorlacius í Saurbæ, Jón Guðjónsson frá Breiðavík og Davíð
Jónsson á Kóngsengjum í Örlygshöfn.
Þessir menn gengust fyrir stofnun Pöntunarfélags Rauðasands
hrepps, sem fékk síðar nafnið Kaupfélag Rauðasandshrepps, en það
varð gjaldþrota 1924. Þetta félag hafði bækistöð sína á Patreksfirði en
slátrun virðist hafa hafist á Hvalskeri á fyrstu árum þess. Saga þessa
félags er ennþá óskráð að ég best veit, en í lífi þess virðast hafa skipst á
skin og skúrir. Auk sláturafurða hafði það á höndum sölu fiskafurða sem
hefur örugglega aukið gengi þess um hríð þar sem fiskur var í háu verði
sum árin. Það sem hugsanlega hefur riðið baggamuninn var að félagar
nir treystu sér ekki til að byggja upp stofnsjóð þannig að óhöpp í rekstri
gátu þýtt alvarlega greiðsluerfiðleika, sem kom á daginn. Ívar lætur að
því liggja að gjaldþrotið hafi ekki verið sársaukalaust, ein hverjir félags
menn ásamt framkvæmdastjóranum hafi viljað forða því, en stjórnin
hafi ákveðið að fara þessa leið, sem kostaði marga félagsmenn talsverð
fjárútlát.
Strax árið 1925 var nýtt félag stofnað sem fyrst var nefnt Pöntunar
félagið Patrekur en fékk síðar nafnið Kaupfélag Rauðsendinga. Þetta
félag lifði stutt, starfaði til 1933 og var því á lífi á meðan Örlygshafnar
menn og Útvíkingar unnu að því að koma Sláturfélaginu Örlygi á fót.
Slátrun á vegum þessa fyrirrennara virðist að nokkru hafa farið fram á
Patreksfirði meðfram slátrun á Skeri. Nú skortir heimildir en hugsanlega
hafa einhverjir af stofnendum Örlygs verið aðilar að þessu eldra félagi,
sem þó hafði ekki allan hreppinn að formlegu félagssvæði. Þegar ytri
hluti hreppsins stefndi að sjálfstæði í afurðasölu og verslunarmálum
hafi eldra félaginu verið sjálfhætt. Það varð þó ekki gjaldþrota, því var
einfaldlega slitið árið 1934 og „fékk hver maður það sem hann átti hjá
því“ segir Ívar í grein sinni.
Í grein Ívars kemur líka fram að stuðningur kaupmanna á Patreksfirði
var töluverður, öfugt við þá andstöðu sem sumir hafa gert mikið úr á
síðari tímum. Örugglega hafa þó hagsmunaárekstrar orðið einhverjir, en
mér vitanlega vitna samtímaheimildir ekki um nein meiriháttar vand
V STU BYG Ð