Breiðfirðingur - 01.04.2016, Page 64
BREIÐFIRÐINGUR64
var flutt yfir á Patreksfjörð. Stóð þar stutt við og um aldamót var öll
slátrun lögð niður á Vestfjörðum. Búðardalur varð næsta sláturhús,
síðan Hvammstangi eða Blönduós. Króksfjarðarnes taldist ekki með
því það var á hreinu svæði, en riða hafði skotið sér niður í vesturbyggð
um Barðarstrandarsýslu.
Síðustu ár Sláturfélagsins Örlygs voru stjórnendum þess erfið.
Slátrun á Gjögrun var lögð niður 1980 og komu þar til auknar krö
fur um heilbrigði og hagræðingu. Verslunarreksturinn einn og sér hlaut
að verða erfiður og vandséð hvernig hann gæti staðið undir launuðum
starfs krafti. Nokkru fyrr, eða fyrir 1975, foru fram viðræður um samein
ingu kaupfélaganna í hreppnum, Kaupfélags Rauðasands og Slátur
félagsins Örlygs. Einhvers staðar strönduðu þær viðræður, líklega hefur
fyrirstaðan verið hjá stjórnendum Örlygs, þó að ekkert skuli um það
fullyrt. Kaupfélag Rauðasands var að leggja niður starfsemi sína um
þetta leyti og hafa menn kannske talið sig lítið græða á sameiningunni.
Endalok Sláturfélagsins Örlygs urðu því þau að það var sameinað
Kaupfélagi VesturBarðastrandarsýslu þann 1. janúar 1983 en í stað
þess starfaði sérstök félagsdeild sem hafði Rauðasandshrepp að félags
svæði. Nokkrum árum fyrr hafði slátrun verið hætt á Hvalskeri og
nokkr ir félagar Kaupfélags Rauðasands gengu í Sláturfélagið Örlyg og
störf uðu innan þess síðustu árin.
Verslunin sem áður stóð á Gjögrum var opnuð á nýjum stað um þetta
leyti, en rekstur hennar varð þó skammvinnur og var honum endanlega
hætt árið 1987.
Allar þessar breytingar urðu íbúum þessa fyrrum blómlega byggðar
lags sársaukafullar. Eins og fyrr segir var fjárhagsstaða Sláturfélagsins
Örlygs allsterk, en með stórfelldri fólksfækkun varð róðurinn þungur
og að lokum ofraun þeim sem eftir sátu. Kaupfélag VesturBarðstrend
inga átti heldur ekki langa ævi fyrir höndum, en það er önnur saga.
En nú voru tímarnir breyttir í Rauðasandshreppi. Lýsing sú á lífs
kjörum fólksins í byrjun 20. aldar, sem vitnað er til hér að framan,
átti hreint ekki við lengur. Í stað sárrar fátæktar var staða íbúanna allt
önn ur og betri hvað efnahag snerti. Afturförin birtist hins vegar í hinu
félagslega umhverfi. Í stað mannmargra fjölskyldna samanstóð byggðin