Breiðfirðingur - 01.04.2016, Page 70
BREIÐFIRÐINGUR70
Þegar við komum inn
fyrir Byltu, segir Böðv
ar: ,,Það er að gera byl.“
Þá segi ég: ,,Förum
heim að Otradal.“
Þegar við komum í
hlaðið, var kominn byl
ur. Þarna fengum við
góðar móttökur eins og
alls staðar þar sem við
komum og gistum við
þar.
Morguninn eftir var
komið besta veður. Í
þriðja sinn ferðbjuggum
við okkur og lögðum af
stað. Komið var við á
Norð ur fossi, síðasta bæ
áður en lagt yrði á Foss
heiði. Ekki leist fólkinu
vel á þetta ferðalag og
hvatti okkur til að gista.
En með því að orðið var frostlaust veður, gat þetta lánast og treystum
við á guð og lukkuna. Að svo búnu ákváðum við að leggja á heiðina. Þá
sagði systir bónda: ,,Munið það gott fólk að það er lakur skúti sem er
ekki betri en úti.“ Kvöddum við heimafólk og lögðum af stað.
Við vorum ekki langt komin þegar gerði mikla snjóþoku svo að við
villtumst og vorum komin langt af leið og þekktum okkur ekki. Vorum
við á leið um fjall, að við töldum, sem var reyndin á, því eftir margra
tíma gang komum við að stórum steini.
Þá sagði ég: ,,Við erum í Geldingadal ... ég þekki steininn.“
Þarna tókum við upp nesti, þurra sokka og vettlinga og bjuggum
okkur undir að stoppa. Um það bil tveir tímar líða en þá birti til og
Vörður standa vel á Fossheiði en þann dag í dag.
Ljósm. Elva Björg Einarsdóttir