Breiðfirðingur - 01.04.2016, Síða 80
BREIÐFIRÐINGUR80
ryðja vegi (hreins a úr götu grjót og hrís), byggja þá upp þar sem runnið
hafði úr, hlaða vörður og brýr úr torfi og grjóti yfir mýrarfláka og fen.
Enn þann dag í dag sjáum við merki um þessa vegagerð, t.d. í Hestauga
rétt fyrir ofan núverandi þjóðveg við Arnarbýli á Barðaströnd. Ár og
vaðlar gátu einnig verið farartálmar um Barðaströnd. Ár voru almennt
ekki brúaðar á Barðaströnd fyrr en um og upp úr 1950. Hér eru þó und
antekningar á því að brýr komu á Vatnsdalsá og Pennu í Vatnsfirði árið
1930. Þessar ár þóttu það miklir farartálmar að áhersla var lögð á að
brúa þær þó svo að bílaumferð færi ekki um þær fyrr en um þær mundir
sem aðrar brýr voru brúaðar, enda fáir bílar þá í Barðastrandarsýslu
og akfærir vegir ekki yfir heiðar fyrr en vel var liðið á sjötta áratug
aldar innar. Vaðlarnir gátu stytt fólki leiðina og voru á stundum eina
leiðin yfir firði og vatnsföll. Svo var í vatnavöxtum í Vatnsfirði, en til
viðbótar var botninn í Pennu slæmur yfirferðar. Vöð voru á vöðlunum,
eitt á Vatnsfjarðarvaðli sem er meira fjörður en vaðall, þrjú á Hagavaðli
og fjögur á Haukabergsvaðli. Þeir tveir síðarnefndu eru hefðbundnari
vaðlar þar sem sand rif hafa lokað fyrir forna fiði og þannig hefur land
innan þeirra hækkað og fjarar alveg út úr þeim og þeir verða á að líta
sem land á fjöru en fjörður á flæði. Bæði var farið fótgangandi og ríð
andi yfir vaðlana og var misjafnt hvenær fært var eða hversu kunnugir
menn þurftu að vera til að komast um þá. Þetta var þó ekki alltaf örugg
leið, ekki síst ef farið var yfir þá á ís og þá gátu vöðin orðið ófær vegna
sandbleytu. Það má einnig hugsa sér að ekki hafi alltaf verið auðvelt að
fara yfir Vaðal og ef til vill vitnar síðasta aftaka á Barðaströnd árið 1794
um það, en upphaf þeirrar óhamingju var einmitt að fótgangandi maður,
Bótólfur Jörgenson, fékk ekki far með ríðandi manni, Jóni Gottskálks
syni, yfir Vatnsfjarðarvaðal.
Leiðin lá með ströndinni en þurfti óvíða upp á land, ekki síst eftir
að í Vatnsfjörðinn kom og gulu söndunum sleppti. Alfaraleið lá um
Hjarðarnes og fyrir firði með sjónum en heiðarvegir og hálsar leystu þá
af hólmi þegar um lengri ferðir var að ræða. Þingmannaheiði er einn a
lengst heiða í Barðastrandarhreppi, einir 24 km og nær frá Eiði við
Skálmarnes að Mörk í Vatnsfirði. Heiðin liggur næst Glámuhálendi að
alfaraleiðum í Barðastrandarhreppi og er berangursleg og oft erfiður