Breiðfirðingur - 01.04.2016, Page 92
BREIÐFIRÐINGUR92
Undarlegur gestur á Selinu
Sumarið 1921 dvaldist Halldór Guðjónsson frá Laxnesi í Mosfellssveit um skeið hjá vini sínum, séra Halldóri Kolbeins, í Flatey.
Pilturinn frá Laxnesi var þá 19 ára gamall. Með prestinum fór hann í
húsvitjunarferð um Múlasveit og á einum bænum ákvað hann að verða
eftir þegar sóknarpresturinn kvaddi. Hinn ungi ferðalangur var þá þegar
farinn að fást við skáldsagnagerð og brann í skinninu af löngun til að
kynna sér lífshætti fátæks fólks í sveitum landsins.
Bærinn sem hann kaus sér til dvalar var ýmist nefndur Svínanessel eða
bara Sel í Múlasveit og stóð utarlega á vesturströnd Kvígindisfjarðar.
Þaðan voru fjórir eða fimm kílómetrar til næsta bæjar en það var Svína
nes, sem þótti vildisjörð, og stóð á annesinu milli Kvígindisfjarðar og
Skálmarfjarðar.
Húsráðendur á Svínanesseli,1 þegar Halldórana tvo bar að garði, voru
hjónin Kristján Sigurður Sigfússon, jafnan nefndur „Kitti á Seli“, fæddur
1855, og kona hans, Sigríður Guðmundsdóttir, fædd 1841. Þau Kitti og
eiginkona hans höfðu eignast tvær dætur. Sú eldri fór ung að heiman
og var árið 1921 gift kona í Bolungavík með stóran barnahóp. Yngri
dóttirin, Guðrún Þorbjörg, fædd 1886, var hins vegar stoð og stytta
foreldranna og hafði aldrei flust að heiman. Auk hennar og foreldranna
1 Séra Árelíus Níelsson, sem ólst upp á næstu bæjum, ritar „á Seli.“
Kjartan Ólafsson
Beiningamaður
við Breiðafjörð
Raus um Kitta á Seli og fólkið hans