Breiðfirðingur - 01.04.2016, Page 93
BREIÐFIRÐINGUR 93
áttu heima á Seli, þegar Halldór
frá Laxnesi beiddist gistingar,
tvær dótturdætur og fósturdætur
Kitta, Guðrún Guðjónsdóttir, tólf
ára, og Sigríður Kristrún Guð
jóns dóttir, sjö ára. Til afa síns og ömmu höfðu þær borist frá Bolungavík
á árunum 1915 og 1916.
Á Svínanesseli voru þröng húsakynni. Baðstofuloftið var, að sögn
kunn ugra, aðeins tvær rúmlengdir en þar hafði þó verið komið fyr ir
þremur stuttum rúmum. Mjög fátítt var að ferðamenn gistu á Selinu og
höfðu því ýmsir síðar gaman af að fá Kitta til að segja frá dvöl unga
ferðamannsins sem hjá þeim gisti 1921. Jón Jóhannesson úr Skáleyjum
færði sumar þessara frásagna í letur og kom þeim á prent. Þar segir:
Hann lá bara í baðstofukytrunni hjá okkur...þegar hann háttaði
á kvöldin vafði hann fötin sín saman, brá utan um þau snæri og
hengdi í sperrukverkina yfir rúminu sem hann svaf í. Síðan skreið
hann allsber undir sængurfiðuna, sem við lánuðum honum, og var
steinsofnaður á augabragði ...
Ég spurði hvers vegna hann færi svona með fallegu fötin sín. –
„Það er óværan“, svaraði hann. – „Ertu lúsugur, elskan?“ – „Ég
var það ekki.“
REYKHÓLASVEIT
Myndin er af Kitta og er á póstkorti
sem var í albúmi Halldóru Jónsdóttur –
móður Auðar Sveinsdóttur Laxness – og
aftan á það var skrifuð þessi kveðja:
Arngerðareyri 27/4 1924
Elsku Dóra mín.
Kitti á Seli á að bera þjer og ykkur öll
um Hjartkæra kveðju og kærar þakkir
fyrir brjefið.
Guð geymi þig,
mamma
Mamman Hólmfríður Ebenesersdóttir
hafði verið sveitungi Kitta á meðan hún
bjó á Skálmarnesmúla.