Breiðfirðingur - 01.04.2016, Page 96
BREIÐFIRÐINGUR96
náði Sigfús að komast þar í bændatölu. Þau hjónin fengu þá part úr
Skálmarnesmúla til ábúðar og bjuggu þar í neðri bænum.
Þegar Kitti var átta ára missti hann móður sína en hún sálaðist
nóttina eftir jóladag 1863. Sigfús baslaðist áfram við búskapinn á
Múla, allt þar til dauða hans bar að á torfærri leið um Urðahlíð við
vestan verðan Skálmarfjörð á jólaföstunni 1871. Prestur segir hann hafa
orðið bráðkvaddan en Bergsveinn Skúlason, sem margt hefur ritað um
mannlíf í Breiðafjarðareyjum og sveitunum við norðanverðan fjörðinn,
segir Sigfús hafa orðið úti. Máske hefur hann króknað í gaddhörku og
byl. Margur var þá illa búinn í vetrarferðum og þarna er langt á milli
bæja.
Nú var Kitti sextán ára og hafði misst báða foreldrana. Allt frá fæð
ingu hafði hann átt heima á Skálmarnesmúla en nú varð hann að koma
sér burt og fara að vinna fyrir sér hjá vandalausum. Árið 1873 var
hann léttapiltur á Illugastöðum og síðan lengi vinnumaður á bænum
Kvígindisfirði, fyrir botni samnefnds fjarðar. Frá 1884 til 1889 var
hann vinnumaður og síðast tómthúsmaður í Bæ á Bæjarnesi en þaðan
kom hann á Svínanessel. Þessir bæir eru allir í Múlahreppi en bæði
Kvígindisfjörður og Bær áttu þó ekki kirkjusókn að Skálmarnesmúla,
heldur að Gufudal í Gufudalssveit.
Tilvera fjölskyldunnar á Seli
Þegar Kitti tók sér bólfestu á Svínanesseli árið 1889 eða 1890 fylgdu
honum eiginkona, tvær dætur, og eldri systir eiginkonunnar. Eiginkonan
hét Sigríður Guðmundsdóttir, fædd 1841, og var úr Gufudalssveit.
Með henni hafði hann eignast dóttur, Ögmundínu Sigríði, rétt liðlega
tvítugur. Sjö árum síðar gengu þau í hjónaband og voru þá enn vinnu
hjú í Kvígindisfirði. Yngri dóttirin, Guðrún Þorbjörg, fæddist í Bæ
25.3.1886.
Aðkoman á Selinu var ekki björguleg. Þar hafði fyrrum verið sel
frá Svínanesi en slíkir búskaparhættir nú aflagðir fyrir löngu. Má því
gera ráð fyrir að á selstæðinu hafi ekkert hús staðið uppi, – ekki frekar
en á Albogastöðum í Heiði, þegar Bjartur í Sumarhúsum hóf þar sinn
búskap.