Breiðfirðingur - 01.04.2016, Page 98
BREIÐFIRÐINGUR98
Séra Árelíus Níelsson, sem ólst upp á næstu bæjum við Selið og kom
þangað nokkrum sinnum í heimsókn, hefur lýst húsakynnunum svo:
Þetta voru þrír samfastir eða sambyggðir moldarkofar ... Í kof-
anum var loft og þá baðstofa, sem var tvær rúmlengdir með þrem
stuttum rúmum. Niðri var alltaf dimmt og draugalegt ... en við
skímu inn um lágar dyrnar, þar sem enginn gekk uppréttur, mátti
greina kirnur og tunnur, keröld og stóran sá við gaflinn. Þetta
voru matargeymslur með súr og salti.
Gólfflöturinn á baðstofuloftinu hefur líklega verið um átta fermetrar og
þar var lítill fjögurra rúðna þakgluggi. Bæjartóttirnar á Selinu standa
enn óhaggaðar. Ég hef skoðað þær tvisvar. Líklegt er að ysta tóttin, sem
er næst læknum, sé baðstofan, þá fjárhúsið og hesthúsið innst. Svo er
þarna reyndar líka fjórða tóttin. Sú snýr þvert á hinar og kynni að hafa
verið heystæði.
Bústofn Kitta árið 1922 var þrettán ær með lömbum, tvær geldar,
fimm gemlingar og tvær geitur. Svo lítið bú gat ekki dugað til að brauð
fæða heimilisfólkið. Í manntali frá árinu 1901 er Kitti sagður vera dag-
launamaður og sjómaður en þegar aldur færðist yfir og þrekið dvínaði
vildi hann ekki segja sig til sveitar en kaus að lifa fremur á bónbjörgum.
Tíundarskýrslur sýna að þrátt fyrir lítið bú náði hann löng um að brauð
fæða sig og sína. Með tilstyrk góðviljaðra manna tókst honum að forða
því að dótturdæturnar yrðu sendar á sinn fæðingarhrepp í Bolungavík
eins og lög gerðu ráð fyrir um börn frá bjargþrota heimilum.
Þeim séra Árelíusi og Bergsveini Skúlasyni ber saman um að síð
ustu árin á Selinu hafi Kitti verið bónbjargamaður. Hann fór þá um
heimasveitina og nálægar byggðir með poka sína og safnaði matgjöfum
og öðru bjargræði. Oft fór hann Skálmardalsheiði norður að Djúpi. Við
lok vorvertíðar stöldruðu margir vermenn úr Strandasýslu og víðar
að við á Arngerðareyri. Þar varð Kitta gott til fanga. Þorskhausa, sem
menn gáfu honum, reif hann strax í sundur og fleygði beinunum. Alla
æta bita lét hann hins vegar í pokana og bar heim á sjálfum sér eða
merinni Skjónu, sem var hans tryggðavinur.