Breiðfirðingur - 01.04.2016, Blaðsíða 110
BREIÐFIRÐINGUR110
en þat hafa menn fyrir satt, at hann hafi at dreka orðit ok hafi
lagizt á gullkistur sínar. Helzt þat ok lengi síðan, at menn sá dreka
fljúga ofan um þeim megin frá Þórisstöðum ok Gullfors er kallaðr
ok yfir fjörðinn í fjall þat, er stendr yfir bænum í Hlíð.1
Þetta er einstakur endir á Íslendingasögu. Þessar myndir eiga sér þó
skýringu í þeirri staðreynd að rithöfundar þessa tíma voru að jafnaði
vel að sér í klassískri retórík og sagnfræði þar sem menn tömdu sér að
skilja á milli historia og fabula, sagnfræði og fabúlu eða skáldskapar án
stoðar í veruleikanum. Með slíkum endi gerir höfundur lesanda grein
fyrir að hann viti það fullvel sjálfur að sumt af því sem hann hefur
borgið á skinn sé ekki áreiðanleg sagnfræði, ef til vill mætti skilja þetta
sem vinsamlegt vink til lesanda um að taka sögunni ekki of alvarlega,
a.m.k. ekki bókstaflega, hvað historia varðar.
Af þessum sökum er harla fróðlegt að rannsaka hvort samt sem áður
megi finna einhvern vísi að sagnfræðilegum kjarna í þessari sögu, sem
hvorki fyrr né síðar hefur verið bendluð við áreiðanleika.
Í fyrsta lagi mætti líta til Landnámabókar. Ef marka má hana var
Þórir ekki alfarið ævintýrafígúra, a.m.k. hefur hann hafið líf sitt sem
söguleg persóna:
Þá bjó Þrándr mjóbeinn í Flatey, er Oddr skrauti ok Þórir son hans kómu
út. Þeir námu land í Þorskafirði; bjó Oddr í Skógum, en Þórir fór útan ok
var í hernaði; hann fekk gull mikit á Finnmörk. Með honum váru synir
Halls af Hofstöðum. En er þeir kómu til Íslands, kallaði Hallr til gullsins,
ok urðu þar deilur miklar; af því gerðisk Þorskfirðinga saga. GullÞórir
bjó á Þórisstöðum; hann átti Ingibjörgu, dóttur Gils skeiðarnefs, ok
var þeira son Guðmundr. Þórir var et mesta afarmenni (Íslendingabók.
Landnámabók, Jakob Benediktsson 1968: 154 (Sturlubók kap. 114,
Hauks bók kap. 86)).
Ég vil freista þess að greina nokkra þætti sögunnar útfrá heimilda
1 Hér sem annars staðar þar sem sögutextinn er ívitnaður, er stuðst við útgáfu íslenzkra
fornrita á sögunni, sjá Þorskfirðingasögu. Þórhallur Vilmundarson stendur einn að baki
formálanum.