Breiðfirðingur - 01.04.2016, Page 112
BREIÐFIRÐINGUR112
dregið fram í þessu sambandi, nefnilega að ef því er haldið fram að hinn
meinti sagnfræðilegi kjarni Íslendingasagna sé skáldaður frá grunni,
verða menn að ganga út frá því að sagnaritarar hafi komið saman á
13. öld og skáldað upp þann kjarna í félagi því mikið samræmi milli
heimilda má finna hvað varðar atburði, persónur, ættfræði og önnur
tengsl manna. Hinn möguleikinn er sá að Íslendingasögur byggi á
sagnahefð sem felur í sér sögulegan kjarna (1987: 38).
Hitt er jafnljóst að minni manneskjunnar er ekki óbrigðult og
stjórnast af ákveðnum lögmálum og einkennum sem menn eru stöðugt
að auka þekkingu sína á. Innan hugrænna fræða hafa menn bent á að
mannshugurinn hagi sér eins og metafóra,2 að öll hugsun sé metafórísk
í eðli sínu að því gefnu að metafóra sé einfaldlega það að „skilja og
upplifa einn hlut í gegnum annan” (Lakoff og Johnson 1980: 5). Minni
mannsins minnir einnig á það hvernig mannshugurinn skilur metafórur,
eitt einkenni metafóru er að maður veitir aðeins því sem passar athygli,
hitt blífur í skugga. Þannig má hugsa sér í þessu samhengi að elstu
sagnaritarar minnast þess sem „passar“ og er merkingarbært þegar
þeir skrifa upphafssögu Íslands. Skilja má að þótt sagnaritarar hafi
ekki komið saman og skáldað upp sögu Íslands í félagi, þá myndast
ákveðið samþykki (lat. consensus) sem elur af sér vilja eða hneigð
um það hvernig beri að segja frá fyrstu kynslóðum Íslandssögunnar.
Kalla má slíka hneigð upphafsmýtu og er slíkt ekkert einsdæmi fyrir
íslenska sagnaritun (sjá m.a. Geary 2002). Upphafsmýta Íslands verður
til þess að menn muna eða a.m.k. forma gamalt söguefni á ákveðinn
hátt (Bergsveinn Birgisson 2013: 210 oáfr.).
Raunrýni sver sig þannig í ætt við almenna sögurýni (sagakritikk)
á þann veg að miðaldamönnum er ekki treyst í blindni, en þar er reynt
í uppbyggilegum anda að aðskilja efni frá höfundi með aðferðum
fleiri fræðigreina svo sem því sem komið hefur fram um þróun sagna
í munnlegri geymd. Með þeirri aðferð má reyna að „afklæða“ það
sögulega sem kann að hafa búið að baki meira eða minna brjálaðri eða
2 Hér er átt við það sem oftlega er kallað líking eða myndhverfing, það síðastnefna dekkar
þó ekki metafóruhugtakið innan hugrænna fræða, af þeim sökum að margar „hverfingar“,
einkum hinar djúptliggjandi metafórur, snúast um strúktúra frekar en myndir.