Breiðfirðingur - 01.04.2016, Síða 121
BREIÐFIRÐINGUR 121
Seinni deilan við Þóri:
Barátta um auðlindir?
Það er algeng framvinda í Íslendingasögum að fyrsta teikn um blóð
ugar deilur, er lítil móðgun eða auðmýking eins og túlka mætti dæmi
Steinólfs hér að ofan, að Þórir neitar að gera upp fyrir sig. Þetta býr í
þeim auðmýkta eins og verkur í sári eða bólga, en síðan kemur dropinn
sem fyllir mælinn, sá sem móðgaði í fyrsta sinn gerir það að nýju,
og þá er engin útleið nema endurreisn sæmdar gegnum hefndir og
blóðsúthellingar.
Næstu deilu milli Steinólfs og Þóris er hvergi að finna nema í hinni
frægu eyðu Þorskfirðinga sögu, svo nú flækist málið óneitanlega
nokkuð. Sagan er eins og áður var nefnt aðeins til í einu skinnhandriti
(AM 561, 4to) frá um 1400. Einhver síðari tíma eigandi þessa handrits
hefur tekið sig til og skafið burt textann sem segir frá þessari deilu, þar
er um að ræða lok kafla 10, allan kafla 11 og stóran hluta af kafla 12.
Hinsvegar er til pappírshandrit frá Breiðafirði, sem gefur sig út fyrir
að hafa þá kafla sem skafnir hafa verið úr skinnbókinni. Þetta handrit
hafði Þorleifur Jónsson aðgengilegt þegar hann gaf út söguna árið 1878.
Guðbrandur Jónsson hafði skrifað það árið 1858 eftir eldra handriti,
skrifar Þorleifur, sem studdist við eyðufyllingu þessa handrits í sinni
útgáfu (Þorleifur Jónsson 1883: 192).
Það var ekki fyrr en 1861 sem tilraunir textafræðinga til að lesa í
texta eyðunnar koma fyrir sjónir manna. Þessi „eyðufylling” í handriti
Guðbrands J. getur því ekki verið innblásinn af þeim tilraunum.
Kristian Kålund (1883) ritaði grein um þessa eyðu, og þó hann taki
ekki eyðufyllinguna gilda sem fornan texta, þá bendir hann samt á að
bæði fyrirsagnir kaflanna í skinnhandritinu og fyrsta orðið í kafla 12,
stemmir við pappírshandritið. Fyrirsögnin á kafla 11 er: Steinólfr tók
hval (Kålund 1883: 189–190) .
Ég lít ekki svo á, að maður þurfi að taka allan texta pappírshandritsins
sem ósvikinn fornan texta, en þó má benda á að kjarni deilunnar eins
og greint er frá honum í eyðufyllingunni er afar sennilegur, og jafn
ósennilegt er það að menn á 18. eða 19. öld hafi skáldað slíkt inn í
söguna. Bæði kaflafyrirsögn skinnhandritsins og eyðufyllingin segja
REYKHÓLASVEIT