Breiðfirðingur - 01.04.2016, Síða 126
BREIÐFIRÐINGUR126
mjóbeins og Hallgrímu sem áður byggðu í Flatey, og sem Þórir hefur nú
yfirtekið. Höfundur Þorskf. sögu virðist ekki hafa yfirlit yfir þetta, eða
neina gerð Landnámabókar á sínu borði, og velur því að búa til konu
að nafni Bera, og setur sem landnámskonu í Berufirði. Hér er ritara ekki
treystandi.
Þá er Þórir í kompaníi við Hallstein við norðanverðan Þorskafjörð.
Sagan segir (kap.7) að Hallsteinn hafi fengið Þóri „búfé ok Þuríði,
dóttur sína, til forráða” [!]. Fóstbróðir Þóris annar er þar í firðinum,
Eyjólfur í Múla. Þá ber að nefna að síðustu Úlf skjálga sem er líkt á á
landamærum andstæðinganna Þóris og Steinólfs, bæði landfræðilega
en líka út frá ættarvenslum. Sonur Úlfs, Jörundur, er giftur dóttur Gils
skeiðarnefs. Sú hét Þorbjörg knarrarbringa, mikilfengleg kona með
fagran barm ef viðurnefnið má marka. En Úlfur skjálgi er líka gamall
vinur, og sennilega fóstbróðir Steinólfs lága því þeir koma saman úr
vesturvegi til Breiðafjarðar. Ættfræðin segir okkur að annar sonur Úlfs,
Atli, átti dóttur Steinólfs.
Það er því ekki að undra að það sé Úlfur skjálgi sem birtist okkur sem
sátta semjari og málamiðlari milli fylkinga Steinólfs og Þóris í sögunni
(kap. 12), og síðar meir sonurinn Atli (kap. 19), sennilega eftir fráfall
Úlfs.
Í hinni fylkingunni hefur Steinólfur lági með sér í liði menn eins
og Hall á Hofsstöðum, mikilsverðan höfðingja sem á Þóri grátt að
gjalda eins og áður kom fram, Knút á Knútsstöðum, Þorgeir í Ólafsdal,
Helga á Hjalla og að auki marga vini og bandamenn í Saurbænum og á
Skarðsströnd.
En hér er nóg upptalið til þess að skilja að það eru bandamenn
Þóris sem sitja yfir öllum aðalleiðum milli Breiðafjarðar og
hlunnindasvæðanna á Ströndum. Ekki er pláss hér til að endursegja
rannsókn bókarinnar um svarta víkinginn, en hún sýnir að höfðingjar
Breiðafjarðar gera sér far um að hafa sterk ítök á Ströndum, bæði á
Suðurströndum og á Hornströndum frá fyrstu tíð. Hér ætla ég að málið
snúist um að Steinólfur vill varðveita þessi ítök í hlunnindi Stranda,
og tryggja sér flutningaleið milli svæðanna. Þó ætla megi að á þessum