Breiðfirðingur - 01.04.2016, Page 128
BREIÐFIRÐINGUR128
Þegar hér er komið við sögu getur ekki Steinólfur heldur gert tilkall
eða nýtt gömlu aðfangaleiðirnar frá Hornströndum inn Ísafjarðardjúp
og yfir Skálmardalsheiði. Þeir menn sem þar höfðu verið settir af
Geirmundi heljarskinni, eins og NesjaKnjúkur, eru sennilega orðnir
sjálfstæðir frelsingjar eftir fall svarta höfðingjans og láta ekki lengur
skipa sér fyrir verkum. Þá hefur Þórir sína bandamenn í Flatey sökum
hjúskaps við Ingibjörgu Gilsdóttur, en Flatey var lykilhöfn hvað varðar
sjóleiðina milli Skarðsstrandar og Barðastrandar. Vöruflutningaleiðin
gegnum Djúp til Hornstranda er því út úr myndinni fyrir Steinólf lága.
Hér hefur því verið sýnt fram á að öll sund virðast lokuð fyrir Steinólf
er kemur að leiðunum til Stranda. Ein lítil smuga finnst þó í þessum
virkisvegg fjandmannanna. Það er Þórarinn krókur í Króksfirði. Af
heimildum að dæma hefur Þórarinn ekki verið venslaður Geirmundar
veldinu, ekki er að sjá nein ættartengsl við það veldi eða inngiftingar
og því má ætla að Þórarinn hafi verið undir meðallagi metnaðarfullur
hvað völd og ríkidæmi varðar. Hann kemur fyrir sjónir eins og
friðsemdarmaður að náttúru, með fáa bandamenn. Ekki er að sjá að
hann hafi mikinn liðsstyrk heldur frá þorskfirðingum og því er hann
ákjósanlegur andstæðingur fyrir slíka sem Steinólf.
Upp frá svokallaðri Grásteinsdæld í Króksfirði er nefnilega að finna
hina ágætustu leið yfir til Stranda, Kålund lýsir henni svo:
omtrent på dette sted ligger fra dalens østside den såkalte
Bæjardalshedvej op på fjældet, den fører ligesom den fra
Gejradalen (Bakkadalen) kommende til Steingrimsfjorden i
Stranda syssel, hver der om somren også fra disse egne drives
en del handel med de på fjorden liggende købmandsskibe, og
hvor der allerede i oldtiden var et jævnlig benyttet landingssted
(Kålund 1877: 511).
Ekki er víst hvort Kålund vísi hér til Skeljavíkur við núverandi
Hólmavík, sem nefnd er sem mikilvæg höfn í Gísla sögu, Gunnlaugs
sögu og í Fóstbræðra sögu, eða hafnaraðstöðu við bæinn Húsavík á
Gálmarsströnd. Það mikilvæga hér er að um var að ræða nokkuð