Breiðfirðingur - 01.04.2016, Blaðsíða 129
BREIÐFIRÐINGUR 129
þægilega og á sinn hátt aðgengilega aðfangaleið, og með því að „skipa
dalinn vinum sínum” eins og sagan segir, gat Steinólfur verið þess
umkominn að hafa nægan liðsstyrk aðgengilegan þegar og á meðan
hann nýtti þessa flutningaleið.
Þetta kemur heim og saman við þá staðreynd að ekki er vitað til
þess að Bæjardalur í Króksfirði hafi nokkru sinni verið byggður, „enda
landþröngt þar”, (Þórhallur Vilmundarson 1991: cxxv). Við nánari
rannsókn á landfræðilegum aðstæðum er því erfitt að vera sammála
skýringu sagnaritara, um að með þessu vilji Steinólfur auka sitt
landbúnaðarsvæði, Steinólfi þótti „þrönglent fyrir sunnan fjörðinn”
(kap. 1), skrifar hann, og minnir á þá skýringu á viðbótar landnámi
Geirmundar á Hornströndum um að honum þótti „landnám sitt of lítit”
á Skarðsströnd (S 113). Ekki voru aukin landbúnaðarumsvif skýringin
á brölti Geirmundar á Hornströndum, og ekki virðist það geta skýrt
þessi umsvif Steinólfs í Bæjardal né heldur. Slík landbúnaðarhugsun
er ættuð úr samtíma sagnaritara og á lítið skylt við efnahagsaðstæður
landnámsaldar (sbr. búfjárskýring elstu sagnaritara á ríkidæmi fyrstu
landnema, Bergsveinn Birgisson 2013: 214 oáfr.).
Samt er ekki nauðsynlegt að nota þessar upplýsingar gegn sagna
ritaranum, á þann veg að efast um að fótur sé fyrir sögninni þó skýring
hans sé hæpin, eins og Þórhallur Vilmundarson velur að gera. Einnig
sagnaritarar eru, eins og við, að reyna að finna merkingu í, og skýringu
á, fornum sagnabrotum. Oftast komum við ekki auga á þessar skýringar
þeirra, svo vel faldar eru þær, en stundum er unnt að vera ósammála
þeim. Og þá má benda á aðra skýringu, án þess að varpa hinni gömlu
sögn fyrir róða.
Staðfræðin getur rennt stoðum undir þá túlkun að þessi brenglaða sögn
snúist um að Steinólfur vildi tryggja sér flutningaleið eða aðfangaleið
milli Breiðafjarðar og hlunnindasvæða Stranda. Eina leiðin sem virðist
fær, án þess að ganga í fang óvinarins Þóris og hans bandamanna, er að
brjóta sér leið gegnum landnám Þórarins króks í Króksfirði.
Á þessu tímaskeiði, á fyrstu árunum eftir fráfall Geirmundar heljar
skinns, virðist sú þingbundna ákvörðun í gildi að allt svæði Geirmundar
á Hornströndum hefur verið gert að almenningum (Bergsveinn Birgisson
REYKHÓLASVEIT