Breiðfirðingur - 01.04.2016, Síða 131
BREIÐFIRÐINGUR 131
sögunnar, sem engar skýringar eru gefnar á í sögunni. Í stað þess að
líta á þær deilur sem uppspuna sagnaritarans, var því haldið fram að
um brjálaðar munnmælasagnir væri að ræða, sem sagnaritari ákvað að
miðla, þó svo hann hafi misst sjónar á tildrögunum. Með rannsóknina
á landnámi Geirmundar heljarskinns til hliðsjónar var reynt að leita
skýringa á deilunum.
Í fyrsta lagi voru færð rök fyrir réttmætri gjaldtöku Steinólfs sem
hafnarhöfðingja í Dagverðarnesi á Þóri og hans félögum, sem Þórir
virðist víkja sér undan. Í öðru lagi kom fram deila sem rekja mátti til
baráttu um veiðilendur og nýtingu sjávarfangs í Breiðafirði, ekki síður
áhugavert var að sú deila var skafin úr eina skinnhandriti sögunnar. Að
lokum var ljósi varpað á deilu Steinólfs og Þórarins króks í Króksfirði,
þar sem líkur voru leiddar að því að Steinólfur hafi viljað tryggja sér
aðfangaleið til Stranda eftir fráfall fóstbróðurins Geirmundar, og sökum
deilna við Þóri Oddsson og hans bandamenn, hafi eina mögulega leiðin
verið að brjóta sér leið gegnum Bæjardal í landnámi Þórarins, sem
virðist tilheyra hvorugri valdablokkinni, sunnan og norðan Gilsfjarðar.
Heimildaskrá
Bately, Janet og Anton Englert. 2007. Ohthere’s Voyages ― A late 9th-century account of
voyages along the coasts of Norway and Denmark and its cultural context. Roskilde.
The Viking Ship Museum in Roskilde.
Bergsveinn Birgisson. 2013. Den svarte vikingen. Oslo. *spartacus.
Bergsveinn Birgisson [undir útg.]. 2016. Leitin að svarta víkingnum. Reykjavík. Bjartur.
Bjarni Einarsson. 1984. „Hvallátur”. Gripla VI, s. 129–134.
Egils saga Skalla-Grímssonar. Sigurður Nordal gaf út. 1933. Íslenzk fornrit II. Reykjavík.
Hið íslenzka fornritafélag.
Eyrbyggja saga. Einar Ólafur Sveinsson og Matthías Þórðarson gáfu út. 1935. Íslenzk
fornrit IV. Reykjavík. Hið Íslenzka fornritafélagGeary, Patrick. 2002. The myth of na-
tions: the medieval origins of Europe. Princeton. Princeton University Press.
Ingstad, Helge. 1960. Landet under leidarstjernen. En ferd til Grønlands norrøne bygder.
Oslo. Gyldendal Norsk Forlag.
Íslendingabók. Landnámabók. Jakob Benediktsson (útg.). 1968. Íslenzk fornrit I.
Reykjavík. Hið íslenzka fornritafélag.
Indriði Sigmundsson (f. 1922). Bóndi í Árdal í Bitrufirði. Munnleg heimild, 2004.
Kålund, Kristian. 1877. Bidrag til en historisk–topografisk Beskrivelse af Island. Syd- og
Vestfjærdingene. Kjøbenhavn. Gyldendalske Boghandel.
REYKHÓLASVEIT