Breiðfirðingur - 01.04.2016, Page 148
BREIÐFIRÐINGUR148
Nýlega kom út hljómdiskurinn Leikbræður, með söng kvartettsins góðkunna sem ættaður var úr Dölum. Þess var minnst á nýliðnu
ári, 2015, að þá voru 70 ár liðin frá því að hann hóf feril sinn, um
Jónsmessuna 1945. Á diskinum eru 20 lög; endurútgefin öll þekktustu
lög Leikbræðra, að viðbættum sjö sem ekki hafa komið út áður, þar af
eru tveir tenóradúettar.
Eins og mörgum er kunn
ugt urðu Leikbræður til inn
an Breiðfirðingakórsins, sem
Gunnar Sigurgeirsson stjórn
aði. Kvartettinn skipuðu
bræð ur frá FremriBrekku í
Saur bæ, þeir Ástvaldur og
Torfi Magnússynir, Frið
jón Þórðarson frá Breiða
bólsstað á Fellsströnd og
Gunnar Einarsson, sem var
Reykvíkingur og yngstur
þeirra félaga. Þessir ungu
menn unnu söng og ljóðum og
höfðu hrifist af MAkvartettinum, sem varð landskunnur á 4. áratugnum.
Raddir þeirra Leikbræðra voru bjartar og þróttmiklar og samhljómur
kvartettsins sérlega fallegur. Þeir kynntust hinum snjalla Carli Billich og
annaðist hann þjálfun þeirra, útsetningar laga og undirleik.
Leikbræður hófu snemma að koma fram á skemmtunum, einkum á
samkomum Breiðfirðingafélagsins, svo og að syngja í útvarp. Smám
saman barst hróður þeirra víðar um land og þar kom að kvartettinn fór að
halda sjálfstæðar söngskemmtanir. Flestar urðu þær árið 1952 en þá hafði
ungu mönnunum vaxið svo ásmegin að þeir ákváðu að efna til tónleika
í Gamla bíói. Þeir voru haldnir 28. nóvember 1952, kvartettinn söng 30
lög fyrir fullu húsi, og voru viðtökur og umsagnir afar lofsamlegar.
Leikbræður hljóma á ný
– 70 ára afmælisútgáfa