Breiðfirðingur - 01.04.2016, Blaðsíða 152
BREIÐFIRÐINGUR152
konungsins. Lagt var til að myndin sýndi „upprisuna, eða annað hvort
skírnina eða kvöldmáltíðina, ellegar eitt hvert meginatriði trúarinnar, það
mætti þó láta í vald listamannsins sjálfs með tilliti til stærðar töflunnar.“
Erindið var sent frá Fjármálaráðuneytinu og til byggingardeildarinnar
sem fól Hornbech, konunglegum hirðbyggingameistara, málið. Bygg
inga meistarinn fékk tillögu frá prófessor Eckersberg, sem leggur til í
bréfi dags. 24. júní 1831 að myndin sýni „Jesú birtast Maríu Magdalenu
eftir upprisuna er hún árangurslaust hefur leitað andaðs líkama hans,
og hann segir við hana: Snertu mig ekki, ég er ekki enn stiginn upp
til föður míns. En farðu til bræðra minna og seg þeim: Ég stíg upp
til föður míns og föður yðar, til Guðs míns og Guðs yðar.“1 Verðið
á slíkri altaristöflu málaðri með olíulitum segir Eckersberg vera 100
ríkisbankadali í seðlum. Þá leggur Eckersberg til að einnig séu málaðir
tveir lærisveinar Jesú, Pétur og Jóhannes, en á dökkan flöt til að vernda
myndina gegn skemmdum af loftslaginu og skyldi verðið þá vera 30
ríkisbankadalir í seðlum. Af bréfi Eckersbergs sést að hæðin á myndinni
sé áætluð 1 alin og 8 þumlungar en breiddin 1 alin og 18 þumlungar,
það er 84 x 105 cm.
Síðan fór erindið aftur til Fjármálaráðuneytisins sem telur í bréfi
19. nóvember 1831 að kostnaðurinn sé of mikill með tilliti til gerðar
kirkjunnar og var málið síðan sent aftur til byggingarmeistarans.
Hinn 19. september 1832 er síðan svofelld ákvörðun tekin með kon
unglegum úrskurði: „Vér leyfum allranáðarsamlegast, að til Bjarn ar
hafnarkirkju í Snæfellsnessýslu í Íslands Vesturamti sé fengin alt ar
is tafla og klukka, að verðgildi 212 ríkisbankadalir og 48 skildingar í
seðlum og mynt sem tekið verði úr íslenzka Jarðabókarsjóðnum.“
Konungurinn, Friðrik VI, heimilar með öðrum orðum að féð skuli tekið
úr íslenzka hluta danska ríkissjóðsins.
Fjármálaráðuneytið felur síðan byggingarstjórninni umsjón með
fram kvæmd ákvörðunar konungs og jafnframt er kunngjört að altar
is taflan skuli send með fyrsta kaupskipi sem gangi til Vesturamtsins á
Íslandi vorið 1833.
Eckersberg getur þar með hafizt handa við að mála altaristöfluna og
1 Jóh. 20. 17.