Breiðfirðingur - 01.04.2016, Page 157
BREIÐFIRÐINGUR 157
Árið 2003 var undirritaður samningur um nýjan framhaldsskóla í Grundarfirði. Var það gert af þáverandi menntamálaráðherra, Tómasi Inga Ol
rich, og fulltrúum sveitarfélaganna á svæðinu. Sveitarfélögin sem standa saman
að stofnun skólans eru Stykkishólmur, Helgafellssveit, Grundafjörður og
Snæ fells bær. Í tilkynningunni kom fram að með Fjölbrautaskóla Snæfellinga
hefði verið þróuð ný hugsun
i kennsluháttum, skipulagi
skóla starfs og skóla húsnæði.
Nú hef ur skólinn starfað í rúm
an ára tug því hann var stofn að
ur árið 2004.
Skólinn var óskabarn sam
fé laganna sem að honum
stóðu og réðust sveitar félögin
á svæðinu í það stórvirki að
byggja húsnæði yfir skól
ann. Hugmyndir voru uppi um að nýta upplýsingatækni og möguleika dreif
menntunar þannig að námsframboð gæti orðið fjölbreytt. Skólahúsnæði átti
ekki að vera með hefðbundnum kennslustofum heldur voru hönnuð opin rými
auk lítilla herbergja sem ætluð voru til hópavinnu og einstaklingsvinnu. Skólinn
var stofnaður til að kenna nemendum sem færu út á vinnumarkaðinn á 21.
öldinni og mörg nýmæli voru boðuð bæði í kennsluháttum og allri starfsemi
skólans. Allir kennarar starfa sem dreifkennarar, þ.e. þeir skipuleggja kennsluna
þannig að unnt sé að stunda nám í skólanum eða utan hans.
Í skólanum stunda rúmlega 200 nemendur nám á sex námsbrautum, raun
vísindabraut, félags og hugvísindabraut, listnámsbraut, opinni braut, fram
halds s kólabraut og starfsbraut. Í maí 2016 stefnir í að fjöldi útskrifaðra
nem enda verði kominn í 300 frá stofnun skólans. Nemendur sem stunda dag
skóla nám koma af norðanverðu Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum en
dreif nemendur koma víða að af landinu.
Stofnun skólans hafði mikil áhrif. Nú þurfa foreldrar og forráðamenn ekki
lengur að senda börn sín í burtu í nám að lokn um grunnskóla heldur geta þau
stundað nám á framhaldsskólastigi og lokið stúdentsprófi í heimabyggð. Þessi
breyting hefur haft þau áhrif að mannlíf hefur orðið fjölbreyttara. Unga fólkið
tekur þátt í félagslífi og atvinnulífi í sínum heimabæjum og ekki þarf að taka
fram hvað það er auðveldara að geta haft unglinga heima á þessum árum því
það er kostnaðarsamt að senda þau til náms fjarri heimili. Mikilvægt er að geta
veitt þeim stuðning á þessu mikilvæga tímabili unglingsáranna.
Fjölbrautaskóli Snæfellinga
SNÆ ELLSNES