Breiðfirðingur - 01.04.2016, Page 162
BREIÐFIRÐINGUR162
djarf ur og dáðríkur. Hann var manna hjálpsamastur, drengur hinn
besti, góð ur félagi og hollráður. Ræðumaður var hann í meðallagi
en ábyrgur og málefnalegur svo hann náði vel eyrum manna – rödd
skyn seminnar. Heitfengur var hann hríðum í tali, sögumaður ágætur
og ákafur svo stundum voru margar sögur sagðar í senn. Þrautseigja
hans var víðkunn og þverúðugur var hann á köflum. Í trúmálum var
Skúli efasemdamaður, hafði tilaðmynda skemmtun af fræðum dr. Helga
Pjeturss, en þótt hann væri blendinn í trúnni þá var hann kirkjunnar vin
og unnandi. Varðstaða um kirkjuna og dálæti á kirkjustarfi og sögu
var menningarpólitísk afstaða hans. Skúli þótti ekki alltaf vera mikill
kynjajafnréttismaður í pólitískri reynd. En þegar Hrefna lífsförunautur
hans veiktist, þá snarsneri hann við blaðinu – og gerðist húsfreyr og
studdi konu sína á erfiðri sjúkdómsgöngu. Hann var bjartur yfirlitum og
þunnhærður snemma, heiðríkja í svipnum. Skúli var glaðsinna maður
og hláturmildur svo af bar.
Skúli var hamhleypa til verka. Það breyttist lítt eftir að aldur færðist
yfir. Og hann vildi ljúka verkum – sjá til lands. Þannig var það líka í
samvinnu okkar – við gerð sögunnar um hann sjálfan. Á fimmtudegi
21. maí hittumst við á fundi til að skoða myndir og setja punkt aftan við
handritið – allt klárt – og sjómaðurinn sem hafði siglt svo farsælan byr
fyrir land sitt og þjóð – var reiðubúinn að leggja á djúpið. Hann dó að
morgni laugardags, 23. maí 2015.
Óskar Guðmundsson rithöfundur er rannsóknarfélagi við
Snorrastofu, menningarog miðaldasetur í Reykholti, hann er
höfundur nokkurra bóka um íslenskar miðaldir, þar á meðal
ævisögu Snorra Sturlusonar. Óskar var áður blaðamaður og
ritstjóri og hefur einnig skrifað um Alþýðubandalagið og
nokkrar ævisögur. Sú nýjasta úr smiðju hans er saga Skúla
Alexanderssonar, Þá hló Skúli.