Breiðfirðingur - 01.04.2016, Síða 173
BREIÐFIRÐINGUR 173
Dalasýsla: Nánast allar eyjar á Fellsströnd og Skarðsströnd;
Austur-Barðastrandarsýsla: Margar eyjar í Reykhólasveit, t.d. allar
Reykhólaeyjar og svo Skáleyjar, Hvallátur, Svefneyjar, Sviðnur, Flatey,
Hergilseyjar, Bjarneyjar, Stagley og margar eyjar á Múlanesi.
Vestur-Barðastrandarsýsla: Allar eyjar við Brjánslæk og Sauðeyjar.
Þar sem ég hef ekki farið í alla hólma á Breiðafirði, hafa landeigendur
eða staðkunnugir hjálpað mér að skrá það sem mig vanhagar um.
Nú er verið að hnitsetja nöfnin á öllum eyjunum sem ég hef skráð og
vinna á kortagrunn Náttúrufræðistofnunar Íslands. Vonir standa til að
Landmælingar Íslands geti síðan notað gögnin við sína vinnu.
Markmið mitt er einnig að skrá allar fuglategundir eins nákvæmlega
og ég get í þessum eyjum.
Ég fór 1991 í Skógarstrandareyjarnar, Brokeyjarlönd, Geiteyjar,
Öxn ey og ég hitti Svan heitinn Hjartarson og fór með honum í eyjarnar
und an Fellsströndinni. Á þessu eyjarápi mínu skráði ég alla minka og
svo líka alla fugla sem ég fann og hreiður þeirra í eyjunum.“
– Af hverju fórstu að skrá fugla?
„Ja, ég byrjaði sem strákur og fór út í allar eyjarnar hér undan Reykja
vík. 1970 hafði ég skráð alla varpfugla í eyjunum. Kornungur var ég
upp í 18 daga í eyjunum.“
– Af hverju var 14 ára krakkinn að þessu?
„Ég veit það eiginlega ekki en ég fór í þetta. 1973 fékk ég svo
merkingaleyfi frá Náttúrufræðistofnun Íslands og fótmerkti alla þá
fugla sem ég gat handsamað. Ferðirnar í eyjarnar stóðu yfir í tíu ár og
það endaði með því að ég á tíu ára seríu um varpfugla í Viðey. Svo
fórum við líka í Akurey, Lundey, Geldinganes og Þerney. Þessi skrá
hefur verið notuð um fuglalíf í eyjunum hér fyrir utan. Þetta er upphafið
að því að ég skráði síðan allt sem ég sá í Breiðafjarðareyjunum þegar
ég fór að fara í þær. Skráði allar ferðir mínar, hvenær, hvert, allt sem
ég sá, öll hreiður sem ég sá, fjölda fugla sem ég sá. Niðurstöðurnar eru
að sjálfsögðu lágmarksfjöldi varpfugla í eyjunum því ekki fann ég öll
hreiðrin.“
– Af hverju fór svona maður í húsasmíði?
„Fór snemma að stoppa upp fugla en ég varð að fara í húsasmíðina
NÁTTÚRA BREIÐAFJA ÐAR