Breiðfirðingur - 01.04.2016, Page 174
BREIÐFIRÐINGUR174
til að hafa tekjur. Er ennþá að stoppa upp fugla og var svo ráðinn sem
hamskeri á Náttúrufræðistofnun. Vinn núna sem hamskeri.
En aðaláhugamálið er þessi skráning allt frá því að ég var krakki.
Fór fyrst í Brokeyjarlönd 1991, skráði þar alla varpfugla. Þarna er ég
að vinna hjá veiðistjóraembættinu, notaði mitt sumarfrí í þetta. Fór svo
um allt land. Ég var með diktafón og þegar batteríið var búið skrifaði
ég á miða og eftir þessi ár þá var ég kominn með fjóra höldupoka af
minnismiðum. Svo gekk ég frá þessu á tölvu. Það gerði ég fyrst þegar
við hjónin fórum í sólarlandaferð; ég skrifaði meðan aðrir sóluðu sig.
Nú á ég ágætt yfirlit um allar eyjar og sker og flæðisker í Breiðafirði,
allt skráð. Náttúrufræðistofnun hefur lagt mér lið í seinni tíð. Það var
mikilvægt fyrir mig að ná góðu sambandi við Örnefnastofnun. Þar var
mér tekið opnum örmum með allar þessar upplýsingar um eyjarnar.
Eins og áður hefur komið fram var bókhaldið aðallega um hvar minkar
náðust, en eyjanöfn og vargfuglar var einskonar meðafli. Ég fór að skrá
upplýsingar um eyjar og sker en var aðallega að skoða fugla til að byrja
með. Til að vinna svona skrá um eyjar og sker og örnefni í eyjunum
þarf að hafa gott samband við staðkunnuga; á það hef ég lagt sérstaka
áherslu í seinni tíð. Það hefur líka komið í ljós að þegar heimamenn eru
virkjaðir þá bætast við nýjar upplýsingar. Ég fékk einu sinni Jóhannes
Gíslason í Skáleyjum með mér. Þá voru tæplega hundrað og fjörutíu
örnefni skráð í Skáleyjum. En þegar við fórum í þetta saman fóru þau
í 887.
Fór fyrst í þetta af krafti með Ævari Petersen fuglafræðingi. Jón
Gunnar, forstjóri Náttúrufræðistofnunar, og yfirmaður minn, Guð mund
ur Guðmundsson, sýna þessu mikinn áhuga sem ég er þakklátur fyrir.
Ég skrái nafn eyja, varpfugla, hreiðurfjölda, heimildamenn o.fl. Ég
skrifa skýrslu um heimsókn í hverja eyju fyrir sig fyrir hvert ár í hverja
eyju. Þarna er nafn jarðarinnar til dæmis Fagureyjar, henni fylgja 15
eyjar og hólmar. Svo er þeirra getið sem fara með mér og það geta bara
kunnugir siglt um eyjarnar því siglingaleiðir eru oft erfiðar. Í skýrslunni
kemur fram dagsetning, nafn hólmans, fuglategund, fjöldi hreiðra sem
finnst, eldri heimildir og svo framvegis. Svo er minnst á það ef eitthvað